Velkomin á vef Náttúruvaktarinnar!
Fréttir
Náttúruverndarþing 2012
Laugardaginn 28. apríl 2012 kl. 10-16.30, Háskólanum í Reykjavík.
Dagskrá
10.00 Setning Náttúruverndarþings
10,10 Verndun og orkunýting landssvæða: næstu skref
Friðrik Dagur Arnarson, landfræðingur og fulltrúi náttúruverndarhreyfingarinnar í rammaáætlun 2
Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands
11.15 Málstofur og vinnuhópar:
Málstofa 1: Náttúruvernd og ferðaþjónusta
Erlendir ferðamenn voru rúmlega 560 þúsund árið 2011 og hefur árlega fjölgað að jafnaði um 5,3% á síðustu 10 árum. Sé miðað við áframhaldandi fjölgun með sama hraða verða hér um 900 þúsund erlendir ferðamenn árið 2020. Hvernig eru Íslendingar í stakk búin að taka á móti svo mörgu fólki án þess að það bitni á náttúrugæðum? Hvaða leiðir eru færar til að tryggja vernd sérstæðra svæða, sérlega á hálendi Íslands? Hvaða stefnu vilja umhverfis- og náttúruverndarsamtök taka í þessum málum? Málstofan mun leita svara við þessum spurningum og fleirum.
Innlegg: Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
Málstofustjórar: Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræði og Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarkona í Landvernd
Málstofa 2: Náttúruvernd og lýðræði
Aðkoma almennings að ákvörðunum um umhverfismál, náttúruvernd og stórframkvæmdir er lítil hér á landi. Með hvaða hætti er hægt að auka vald almennings á þessu sviði? Veita sveitarstjórnarlög og skipulagslög almenningi nægileg áhrif? Hafa sveitarstjórnir of mikil völd á kostnað heildarhagsmuna í skipulags- og náttúruverndarmálum? Á almenningur að geta knúið fram íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeild mál? Málstofan mun leita svara við þessum spurningum og fleirum.
Innlegg: Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í Öldu
Málstofustjóri: Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar
Málstofa 3: Náttúruvernd, friðlönd og þjóðgarðar
Hvernig virkjum við betur hreyfingu náttúruverndarfélaga í hugmyndaríkri og framsækinni náttúruvernd?
- til öflugri náttúruverndar með alvöru friðlöndum
- fleiri þjóðgörðum
- meiri endurheimt náttúrugæða með virku eftirliti áhugafólks um náttúruvernd með friðun og friðlöndum
- alvöru eftirfylgni með skuldbindingum við alþjóðasáttmála í umhverfis- og náttúruvernd heima fyrir og á víðari grundvelli í umhverfi hnattrænna umhverfisvandamála.
Innlegg: Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur
Málstofustjóri: Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur
12.45 Hádegisverður í Nauthóli (1.990 kr.)
13.40 Afhending Náttúruverndarans, viðurkenningar fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi
13.50 Skipulag og samstarf náttúruverndarfélaga
Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur
Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistar- og leiðsögukona
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur
14.45 Ályktanir vinnuhópa
15.45 Kaffi
16.05 Kosning um ályktanir
16.20 Kosning í undirbúningsnefnd næsta þings
16.25 Þingslit
Kl. 20 Náttúruverndarball með skemmtidagskrá á Sólon Aðgangur ókeypis.
Þingforsetar: Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki.
(27. apríl 2012)
Fyrri greinar sjá Eldri fréttir
Vefur Náttúruvaktarinnar
Náttúruvaktin leggur áherslu á að safna upplýsingum sem gætu hjálpað til með skilning á virkjunarmálum og umhverfisáhrifum þeirra á stærsta hluta Íslands - sem er hálendið. Tenglar sýna uppruna upplýsinga og er reynt að hafa úrvalið sem best á vefnum til að sem flestir geti sparað sér tíma og nýtt sér slóðirnar til að kynna sér málin - hver eftir sínu höfði. Eina sem við biðjum um er að það sé tekið fram að gagn hafi verið að Náttúruvaktarvefnum.
Vefurinn vaknar
Á næstunni verður vefurinn smám saman uppfærður og mun að því loknu taka nokkrum breytingum.