Kárahnjúkavirkjun

Mat á umhverfisáhrifum - ferlið

Tillaga að matsáætlun barst frá Landsvirkjun 14. júlí 2000 og niðurstaða Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar eða 16. ágúst.

Drög að matsáætlun bárust sjö mánuðum eftir að tillagan var send eða 23. febrúar 2001; 20. mars gerði Skipulagsstofnun ítarlegar athugasemdir við drögin með minnisblaði.

Matsskýrsla barst síðan tveimur mánuðum eftir að drögin voru send eða 20. apríl 2001; framkvæmdin var AUGLÝST 3. og 4. maí 2001 og lá frammi til kynningar í rúman mánuð eða til 15. júní 2001; á kynningartímanum bárust 362 athugasemdir.

Úrskurður Skipulagsstofnunar 1. ágúst 2001 og var kærufrestur rúmur mánuður eða til 15. september 2001; 122 kærur bárust og þar af sjö um að úrskurðurinn yrði staðfestur.

Fullnaðarúrskurður umhverfisráðherra. Eins og kunnugt er sneri umhverfisráðherra úrskurðinum á haus 20. des. 2001 og framkvæmdin var leyfð með 20 skilyrðum.

Frestir í lögum tryggja ekki fullnægjandi kynningu og umfjöllun
"Skipulagsstofnun telur að þeir frestir sem settir eru í lögunum um kynningu og ákvörðun um matsáætlun og matsskýrslu séu ekki til þess fallnir að tryggja fullnægjandi kynningu og umfjöllun meðal stofnana, almennings og félagasamtaka í samræmi við markmið laganna um eins umfangsmikil framkvæmdaáform og hér um ræðir [Kárahnjúkavirkjun]."

"... ekki verður annað ráðið af gögnum málsins [er varða Kárahnjúkavirkjun] en að framkvæmdaaðili [Landsvirkjun] hafi lagt ríka áherslu á að frá þessum frestum yrði ekki hvikað..."

Úr úrskurði umhverfisráðherra frá 20. des. 2001