Blaðagreinayfirlit
Júlí 2004

Hundrað rafmögnuð ár Sverrir Guðmundsson, starfsmaður Minjasafns Orkuveitunnar í Elliðaárdal, skrifar um afmæli raforkuvæðingar Mbl. 1. júlí

16 tilboð í jarðvinnu vegna Sultartangalínu 3 Mbl. 1. júlí
"Sultartangalína 3 er lögð til að flytja rafmagn til stækkunar Norðuráls á Grundartanga, en sem kunnugt er leggja Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja til rafmagn inn á þá línu."

Stóru orkufyrirtækin orðin allsráðandi á suðvesturhorni landsins: Engin rafveita á lausu en beðið eftir RARIK. Orkufyrirtækin í landinu búa sig nú af kappi undir frekari breytingar á raforkumarkaðnum Mbl. 2. júlí, miðopna - Hart deilt um kaup OR í bæjarstjórn Hveragerðis miðopna - "Ekkert eftir nema RARIK" baksíða

Hitaveita Suðurnesja hækkar rafmagn um 3,8% og heitt vatn um 3%: RARIK undrast hækkun Landsvirkjunar Mbl. 2. júlí, bls. 6

Hlutverk sveitarstjórna í umhverfismálum Eftir Katrínu Jakobsdóttur Mbl.3. júli, bls. 27
"Til lítils er að fárast alla daga og alla nætur yfir mengun í Mexíkó-borg en keyra so sjálf á bílnum 100 metra fjarlægð út í matvörubúð."

HS [Hitaveita Suðurnesja] semur um kaup á allri orku Múlavirkjunar [á Snæfellsnesi] Mbl. 4. júlí, bls. 2

Borað af krafti á Hellisheiði Mbl. 6. júlí, baksíða
"Um 55 starfsmenn..."

Virkjanir og Marshall-fé Stefán Pálsson, sagnfræðingur er starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fjallar um virkjanir og Marshall-aðstoð

Lífið í dalnum gengur að mestu sinn vanagang en virkjunin knýr íbúa bæði til sóknar og varnar: Fljótsdælingar búast til landvarna Mbl. 6. júlí bls. 16, Austurland

Borað í 420 metra hæð á Hellisheiði. Lokið við eina af tíu borholum og fjórði borinn væntanlegur til landsins í mánuðinum Mbl. 6. júlí, bls. 6

Um 1.300 manns starf nú á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka: Flestir verkþættir á áætlun. Impregilo áætlar að hafa unnið upp tafir í september Mbl. 6. júlí, bls. 2
"Landsvirkjun gerði á sínum tíma samning við Impregilo upp á rúma 47 milljarða króna, en auk frágegninna samninga við verktaka í öðrum verkþáttum stendur kostnaðurinn í rúmum 60 milljörðum króna. ... Búið sé að bjóða út langstærstan hluta framkvæmdanna, eða um 90%. ..."Miðað við fyrstu áætlanir eru stíflan og aðrennslisgöngin aðeins á eftir framkvæmdaáætlun. Ástæðan er sú að aðstæður á svæðinu reyndust eilítið öðruvísi en gert var ráð fyrir í útboðsgögnum," segir Ómar og nefnir sem dæmi að árfarvegurinn við stíflustæðið hafi verið nokkru lægri en búist var við. Það hafi kallað á meiri undirbúningsvinnu. Þá hafi veður tafið samsetningu fyrsta borsins sl. vetur og meira vatn hafi verið í inntakinu við Hálslón en gert var ráð fyrir."

750 ný störf skapast vegna álvers Alcoa. Ríkið þarf að standa sig í uppbyggingu, segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar - Álskóflum beitt í Reyðarfirði Mbl. 9. júlí 2004

Framkvæmdir við Fjarðaál, álver Alcoa í Reyðarfirði, fara á fullt eftir að fyrstu skóflustungurnar voru teknar í gær: "Stór dagur í sögu Austfjarða" - Samstaðan rofnaði aldrei - 200 regnkápur voru klárar - Náttúruvaktin með friðsöm mótmæli við álverslóðina - Nú horfir allt til betri vegar Mbl. 9. júlí, miðopna

Náttúruverndaráætlun 2004-2008 - Markviss verndun íslenskrar náttúru Hrefna Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslustjóri hjá Umhverfisstofnun, skrifar um náttúruvernd Mbl. 10. júlí, bls. 28, Umræðan
"Til þess að komandi kynslóðir fái notið náttúrunnar á svipaðan hátt og þeir sem nú lifa er mikilvægt að unnið sé skipulega að verndun náttúrunnar."

Lektor í umhverfisrétti við lagadeild HÍ um Þingvelli á heimsminjaskrá: Endurskoðun nýrra laga æskileg Mbl. 10. júlí, bls. 11

Árlegum fundi heimsminjanefndar Sameinuðu þjóðanna lokið: 5 ný lönd með heimsminjar. Heimsminjar vekja vanalega áhuga ferðamanna en nú eru þær 788 talsins Mbl. 10. júlí, bls. 8, fréttaskýring

Stöðvarhús nýtt fyrir ferðaþjónustu: Keyptu tvo 40 MW hverfla Mbl. 13. júlí, bls. 10
"Orkuveita Reykjavíkur keypti í gær tvo 40 MW hverfla til að framleiða rafmagn í nýrri virkjun á Hellisheiði. Kosta hverflarnir, ásamt rafölum, eimsvölum, kæliturnum og öðrum búnaði fyrir Hellisheiðarvirkjun, 2,7 milljarða króna."

Á annað þúsund manns starfar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar: Stíflan er á eftir áætlun. Talsmaður Impregilo er bjartsýnn á að verkið komist fljótlega á áætlun - Jarðgangagerðin hefur gengið mjög vel til þessa Mbl. 17. júlí, bls. 8, fréttaskýring
"Erfiðleikar hafa hins vegar verið við stíflugerðina. Jarðvegur í botni gljúfursins reyndist gljúpur og þurfti að grafa 12 metrum dýpra en reiknað var með. Þar að auki er bergið í botninum talsvert sprungið."

Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun ganga almennt vel: Smíði í stöðvarhúshvelfingu að hefjast Mbl. 17. júlí, baksíða

Tvær raðauglýsingar Landsvirkjunar um útboð vegna 245 kV háspennustengja og Fljótdalslínur 3 og 4 og Sultartangalínu 3 - Reising og strenging. Mbl. 18. júlí

Smíði táveggsins hafin Mbl. bls. 4
"Smíði á svokölluðum távegg er hafin í botni Hafrahvammagljúfurs. Veggurinn, sem verður um 40 metra hár, verður hluti Kárahnjúkastíflu. Jafnframt er verið að flytja jarðveg í stífluna, en í hana fara um 8,5 milljónir rúmmetrar af fyllingarefni."

Landsvirkjun hefur ekki lokið samningum við alla landeigendur í Fljótsdal vegna lagningar tveggja háspennulína: Reiknar með að óskað verði eftir eignarnámi Mbl. 18. júlí, bls. 4

Starfsemi Alþingis: Ekki verða öll frumvörp lög. Fastanefndir Alþingis hafa skilað af sér 147 málum af 291 á yfirstandandi þingi - Ræður Alþingis eru misjafnar að lengd Mbl. 18. júlí, bls. 8, fréttaskýring

Deilan um Kárahnjúka Framkæmdir við Kárahnjúka, eina stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, eru nú komnar nokkuð á veg. Mjög hefur verið deilt um Kárahnjúkavirkjun. Í vikunni kemur út hjá JPV útgáfu bók eftir Ómar Ragnarsson, Kárahnjúkar með og á móti, þar sem hann fjallar um virkjunina og dregur fram rök stuðningsmann og andstæðinga með skilmerkilegum hætti Mbl. 18. júlí, bls. 18-19

Ómar Ragnarsson með bók um Kárahnjúkavirkjun: Minni röskun af virkjun Gullfoss og Geysis Mbl. 18. júlí, baksíða

Borun seinni fallganganna að hefjast Mbl. 19. júlí, bls. 6

Impregilo vill ráða fleiri Íslendinga í vinnu. Erfiðar aðstæður fæla Íslendinga frá því að vinna við Kárahnjúkavirkjun Mbl. 19. júlí, bls. 6

Náttúruvaktin mótmælti virkjanaframdæmdum: Drógu fána í hálfa stöng við hús Landsvirkjunar Mbl. 20. júlí, bls. 11

Botn Kárahnjúkastíflu: Hanna eftir landslaginu Mbl. 21. júlí, bls. 4

[fyrirsögn undir mynd] Heiðagæs í Kringilsárrana Mbl. 22. júlí, forsíðu

Milljarðs hagnaður af Norðuráli Mbl. 23. júlí, baksíða

Gæsir og hreindýr heimsótt á 80 metra "dýpi" í Kringilsárrana við Kárahnjúka: "Og þá er bara að setja upp kafarabúninginn". Ómar Ragnarsson kynnti í vikunni nýja bók sína, Kárahnjúkar - með og á móti, á hálendinu norðan Brúarjökuls - Afrakstur 8-9 ára vinnu Mbl. 23. júlí, miðopna

Sníkjujurtin tröllastakkur. Hefur falleg gulleit blóm. "Vex hátt upp til fjalla," segir Björn Þorsteinsson Mbl. 24. júlí, bls. 15, Mínstund
"Björn segir tröllastakk að sumu leyti sjálfur sér ónógan við að afla sér næringar, en hann sé ekki burðugri en svo að hann þurfi líka að leggjast á aðrar plöntur í kring með rótarsambandi til að komast af. Lifi sníkjulífi. " Slíkt er umhgusunarvert og fyrir vikið nefni ég tröllastakk sem blóm Íslendinga, þjóðarinnar sem um margt er afar kærulaus í umhverfismálum og lætur skammtímahagsmuni og sníkjur ráða ferðinni einsog að samþykkja með glöðu geði framkvæmdir við Kárahnjúka eða önnur álíka náttúruspjöll. Ég geri því tillögu um tröllastakk, svona til að vekja þjóðina til umhugsunar um náttúru landsins og umhverfismálin almennt""

Töfraheimur við Langasjó Mbl. 25. júlí, forsíða

Lúpína ógnar friðlýstum plöntum. Lyngbúi á Austfjörðum í hættu Mbl. 25. júlí bls. 9
"Lúpínan eirir engu og skríður jafnt yfir ógróna mela sem vel gróna lyngbolla og stuðlar þannig að tengudafábreytni á stórum svæðum. Sums staðar hefur lúpínan eyðilagt vinsæl berjalönd í bæjarlandinu, húsmæðrum og öðrum berjaunnendum til mikillar armæðu."

Áliðnaðurinn á Íslandi Mbl. 25. júlí bls. 28, leiðari

Óbyggðirnar kalla Frá Rósu Mörtu Guðnadóttur Mbl. 25. júlí, bls. 33

Ferðir um óbyggðir kefjast undirbúnings og rétts búnaðar: Mikilvægt að velja sér viðfangsefni eftir getu Mbl. 25. júlí, bls. 43

Fagna virkjun á Hellisheiði Mbl. 25. júlí, bls. 43
"Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður..."

Forstjóri Landsvirkunar segir ýmsar leiðir til orkuöflunar á Norðurlandi: Nokkur stærstu álfyrirtækin hafa spurst fyrir Mbl. 25. júlí, baksíða

Bectel í blíðu og stríðu Eftir Írisi Ellenberger sagnfræðing Mbl. 26. júlí, miðopna
"Ásakanirnar [erlendra mannréttindasamtaka og fjölmiðla] á hendur Bechtel eru margþættar, allt frá miklum hækkunum á byggingarkostnaði til tengsla við hryðjuverkamenn. ... Bechtel vinnur nú í einum áfanga að byggingu álvers í Reyðarfirði sem verður það stærsta sinnar tegundar á Íslandi, nær helmingi stærra en álver Alcan í Straumsvík. Í ljósi ofannefndra ásakana, þótt misalvarlegar séu, væri æskilegt að fjölmiðlar fjölluðu nánar um málið og leituðu svara hjá Bechtel."

Álver Alcoa séð yfir Reyðarfjörð [með tölvugerðri mynd eftir Helga Garðarsson og TBL Group, þ.e. Tark-teiknistofan, Batteríið og Landslag] Mbl. 27. júlí, bls. 10

Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana Mbl. 28. júlí, bls. 33 - Göngukort Edda útgáfa hefur í samvinnu við Augnablik gefið út göngukortið Öræfin við Snæfell

Óttast hugmyndir um fleiri álver. Áhugi erlendra aðila kemur ekki á óvart Mbl. 29. júlí, bls. 11

Sátt um virkjanir og náttúruvernd Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við HÍ, skrifar um virkjunarframkvæmdir Mbl. 30. júlí, bls. 30
"Upphaflega ætlaði Landsvirkjun að gera 200 ferkílómetra lón í Þjórsárverum sem hefði fært öll Þjórsárver á kaf upp að jökli. Þetta lón átti að sjá 220 MW virkjun í Þjórsá, Gljúfurleitarvirkjun, fyrir vatni. Eftir þrýsting frá Náttúruverndarráði og alþjóðasamtökum um náttúruvernd var gert samkomulag um Kvíslaveitu. Nú er búið að taka burt 40-50% af því vatni sem áður rann um Þjórsárver og veita því um Kvíslaveitu í Þórisvatn og síðan í Vatnsfellstöð (90MW), Hrauneyjafosstöð (210 MW) og í framtíðinni Búðarhálsstöð (60 MW). Þarna fékkst miklu betri nýting og Þjórsárverum vestan Þjórsár var borgið í bili. Aftur á móti fóru ver austan Þjórsár undir vatn og Eyvindarkofaver og Þúfuver hafa misst árnar sem um þau runnu. Í þessu tilfelli náðist samkomulag sem Landsvirkjun hagnaðist verulega á og vesturhluta Þjórsárvera var forðað frá kaffæringu.

HaSt