Stofnanir

Jarðvísindastofnun Háskólans / Institute of Earth Sciences
Hóf starfsemi 1. júlí 2004 með sameiningu Norrænu eldfjallastöðvarinnar og jarðvísindahluta Raunvísindastofnunar Háskólans. "Markmið Jarðvísindastofnunar er að vera metnaðarfull alþjóðleg rannsóknastofnun á sviði jarðvísinda, sem endurspegli hina einstöku jarðfræði Íslands og þá þekkingu í jarðvísindum sem byggst hefur upp á Íslandi.
"

Landbúnaðarháskóli Íslands - LbhÍ / Agricultural University of Iceland
Auðlindadeild, umhverfisdeild, og starfs- og endurmenntunardeild.

Landgræðsla ríkisins / The Soil Conservation Service of Iceland
"Heyrir undir landbúnaðarráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907."

Landmælingar Íslands / National Land Survey of Iceland
Landmælingar, fjarkönnun, landupplýsingavinnsla og kortagerð.

Landsvirkjun
"Landsvirkjun var stofnuð þann 1. júlí 1965. Eigendur voru íslenska ríkið og Reykjavíkurborg. Árið 1983 bættist Akureyri í hóp eigenda. Frá 1. janúar 2007 yfirtók íslenska ríkið eignarhlut Reykjavíkur og Akureyrar í fyrirtækinu sem er nú sameignarfélag í eigu ríkisins."

Hlutverk Landsvirkjunar: "Við bjóðum viðskiptavinum okkar bestu lausnir í orkumálum og tryggjum með því grundvöll nútíma lífsgæða" [The purpose of Landsvirkjun: "We offer our clients optimum energy solutions, thus providing a modern foundation for quality living.".] ...

Náttúrufræðistofa Kópavogs / Natural History Museum of Kópavogur
- Sérgrein: vistfræði stöðuvatna / main research area: freshwater biology

Náttúrufræðistofnun Íslands / Icelandic Institute of Natural History
"Ríkisstofnun og heyrir til umhverfisráðuneytisins."

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn / Natural History and Conservation of Lake Mývatn and River Laxá [North Iceland]
Stöðin annast ráðgjöf og rannsóknir er varða náttúruvernd svæðisins.

Norræna eldfjallasetrið / Nordic Volcanological Center
"Norðurlöndin eru fimm auk þriggja sjálfstjórnarsvæða: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð auk Færeyja og Grænlands (sem tilheyra Danmörku) og Álandseyja (sem tilheyra Finnlandi). Íbúar Norðurlanda eru um það bil 24 milljónir. Svæðið sem þau ná yfir er stærra en restin af Evrópu og nær yfir 8 tímasónur. Norrænt samstarf er skipulagt af tveimur aðilum: Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Norræna ráðherranefndin var sett á laggirnar árið 1971 og er hún samstarfsstofnun norrænu ríkisstjórnanna. Norrænir samstarfsráðherrar samhæfa starfsemi nefndarinnar."

Orkustofnun / National Energy Authority
Orkumálasvið, vatnamælingasvið og Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna

Óbyggðanefnd [Skipuð af forsætisráðherra 2. sept. 1998]
"Sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem ... hefur þríþætt hlutverk:
1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna."

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi / Federation of district heatings, electric utilities, and waterworks in Iceland
"Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Aðilar að samtökunum eru allar hitaveitur og rafveitur landsins ásamt flestum vatnsveitum og nokkrum fráveitum. Aukaaðilar eru fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti." Vatnsveituhandbók ; Hitaveituhandbók

Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands
Ekkert hefur bæst á vefsíðu þeirra síðan 10.9. 2003 og nú hefur slóðin breyst og þess utan þarf orðið INNSKRÁNINGU. Upplýsingar um aðgerðir nefndarinnar eru ekki fyrir alla en ef einhver vill vita eitthvað þá þarf hann að skrá sig ! (22. júní 2004) Komið í betra horf.
Nefndin "annast gerð svæðisskipulags miðhálendisins, fjallar um breytingar á því og fer með endurskoðun þess í samræmi við lög. Einnig gætir samvinnunefndin þess að samræmi sé innbyrðis með aðalskipulagstillögum einstakra sveitarfélaga á svæðinu og að samræmi sé milli þeirra og svæðiskipulags miðhálendisins."

Skipulagsstofnun / The Icelandic National Planning Agency
Skipulagsstofnun heyrir undir umhverfisráðherra og starfar skv. skipulags- og byggingarlögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum.
"Í samræmi við stefnu stjórnvalda vill Skipulagsstofnun stuðla að umhverfisvernd og vinna markvisst að markmiðum sjálfbærrar þróunar varðandi ákvarðanir um landnotkun, mannvirkjagerð og byggðaþróun. Sú vinna byggi á lýðræðislegri og faglegri umræðu um umhverfis- og þjóðfélagsmál þar sem hagur heildarinnar og komandi kynslóða, réttaröryggi einstaklinga og öryggi, gæði og hagkvæmni mannvirkja og byggðs umhverfis eru höfð að leiðarljósi."

"The Icelandic National Planning Agency is a state authority responsible for the administration, monitoring and implementation of the Planning and Building Act, the Environmental Impact Assessment Act (EIA) and the Strategic Environmental Assessment Act (SEA)."

Stóriðjuvefur á jakkafötum með hjálm eða Stóriðja á Austurlandi (star.is) / Large-scale industry in East Iceland [andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar eru ekki vinsælir hér en orðbragðið sæmir vart opinberum vef].
Vefurinn hefur verið lagður niður.

Samstarfsnefnd um staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði, STAR, opnaði heimasíðuna Stóriðja á Austurlandi í nóvember 1999. Andri Snær Magnason gerði skrif á stóriðjuvefinn að umfjöllunarefni í grein í Morgunblaðinu 12. apríl 2003.

"Hlutverk STAR samstarfsnefndar um staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða í Reyðarfirði, sem sett var á stofn 1. september 1998, er að vera rammi utan um samstarf sameinaðs sveitarfélags Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar, Orku- og stóriðjunefndar sveitarfélaga á Austurlandi (OSSA-SSA) og Fjárfestingarstofunnar orkusviðs, sem miðar að því að koma á fót orkufrekum iðnaði í Reyðarfirði. Nefndin tók við verkefnum sameiginlegrar nefndar Fjárfestingarstofunnar orkusviðs og Orku- og stóriðjunefndar sveitarfélaga á Austurlandi sem stofnað var til 10. október 1997. Árið 2000 var nefndin stækkuð með tilnefningu fulltrúa norðan og sunnan Fjarðabyggðar." ...
"Heildargreiðslur Fjárfestingarstofunnar orkusviðs vegna verkefna í nafni eða á verksviði STAR á árunum 1997 til 1. nóvember 2002 hafa numið samtals 29.415.035 kr." Skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi 4. desember 2002.

Við eftirgrennslan kemur í ljós að "náið og gott samstarf" var á milli Þróunarstofu Austurlands, stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA; formaður 1998-2003: Smári Geirsson) og orku- og stóriðjunefndar þess (OS SSA), Samstarfsnefndar um staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði (STAR), Landsvirkjunar, iðnaðarráðuneytisins, orkusviðs Fjárfestingarstofu, Athygli ["Sérstakur verktakasamningur við Athygli hf. gerði ráð fyrir að ljúka verkefninu (2. áfangi) sl. vetur. Samkomulag varð um það hjá verkefnastjórninni að fresta verklokum til ársins 2003." Aðalfundur SSA í ágúst 2002], Fjarðabyggðar o.fl.
(23. júlí 2007)

Umhverfisráðuneyti / Ministry for the Environment
Ráðuneytið hefur stundað það um langa hríð að breyta slóðum á vef sínum. Mætti kalla þetta NETÞVÆTTI sem er greinilega ætlað að torvelda upplýsinguna. Ótrúleg bíræfni ráðuneytis! [oft ólán á stjr-vefnum] (22. júní 2004)
- Lög og upplýsingamál / Law and Information
- Náttúruvernd og lífsgæði / Nature Conservation and Quality of Life
- Sjálfbær þróun og alþjóðamál / Sustainable Development and International Affairs

Umhverfisstofnun - UST / The Environment and Food Agency of Iceland
Við stofnunina sem ríkið starfrækir starfar forstjóri skipaður af umhverfisráðherra til fimm ára í senn. Úr lögum nr.
90/2002 um stofnunina.
Meginmarkmið:
"Heilnæmt umhverfi - að athafnir mannsins og þau efni sem hann notar og framleiðir spilli ekki að óþörfu auðlindum landsins og vistkerfi.
Sjálfbær þróun - að ekki sé gengið á rétt komandi kynslóða til lífsgæða.
Öryggi neytenda - að matvæli, aðrar neysluvörur og efni valdi ekki heilsutjóni, slysum á fólki eða mengun."

Umhverfisstofnun HÍ [Environmental Research Institute of the University of Iceland]
Hlutverk: "Að vinna að því að efla og styrkja umhverfisvitund og umhverfisábyrgð með að beita sér fyrir vísindarannsóknum, fræðslu og upplýsingaöflun til almennings um umhverfismál."
Umhverfisstofnun Háskóla Íslands býður upp á
meistaranám í umhverfisfræðum

Veðurstofa Íslands; Eftirlits- og rannsóknardeild eðlisfræðisviðs / Icelandic Meteorological Office: Physics Department
Sjá um Veðurstofuna.

(síðast uppfært 4. ágúst 2007)