Atburðarásin rifjuð upp í ágripi

Kosningar 8. maí 1999
Ekki verður sagt að stjórnvöld hafi lagt áherslu á að upplýsa landsmenn um stærð, umhverfisáhrif og afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar

Kárahnjúkavirkjun - hvað mallaði 2000? smellið hér!

Kárahnjúkavirkjun - hvað svo 2001? smellið hér!
1. ágúst 2001: að Kárahnjúkavirkjun "...muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrif sem framkvæmdin mun fyrirsjáanlega hafa. Ennfremur að upplýsingar skorti um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif hennar..." Skipulagsstofnun

Frestir í lögum tryggja ekki fullnægjandi kynningu og umfjöllun
"Skipulagsstofnun telur að þeir frestir sem settir eru í lögunum um kynningu og ákvörðun um matsáætlun og matsskýrslu séu ekki til þess fallnir að tryggja fullnægjandi kynningu og umfjöllun meðal stofnana, almennings og félagasamtaka í samræmi við markmið laganna um eins umfangsmikil framkvæmdaáform og hér um ræðir [Kárahnjúkavirkjun]." [...] "... ekki verður annað ráðið af gögnum málsins [er varða Kárahnjúkavirkjun] en að framkvæmdaaðili [Landsvirkjun] hafi lagt ríka áherslu á að frá þessum frestum yrði ekki hvikað..." Úr úrskurði umhverfisráðherra frá 20. des. 2001

Kárahnjúkavirkjun mótmælt 2002 smellið hér!
- tabúið Kárahnjúkavirkjun - útmánuðir þöggunar
10. des 2002: "En aðalatriðið er að ákveðið hefur verið að byggja þessa virkjun. Það hefur verið ákveðið af Landsvirkjun, það hefur verið ákveðið af ríkisstjórn Íslands og fyrir því er mikill meiri hluti á Alþingi. Er ekki kominn tími til að leggja þetta mál til hliðar í umræðum á Alþingi og snúa sér að því að koma því í framkvæmd og að minni hlutinn hér á Alþingi sætti sig stundum við það að vera minni hluti og snúi sér að öðrum verkefnum sem ekki hafa verið ákveðin?" Halldór Ásgrímsson á Alþingi

Kárahnjúkavirkjun mótmælt 2003 smellið hér!
26. febrúar 2003: "Stjórnendur hjá Landsvirkjun ákváðu að hefjast handa við að gera sneiðing niður í Jökulsárgljúfur við Kárahnjúka þótt þeir hefðu áður lýst því yfir að svo sýnileg verk biðu undirskriftar samninga ríkisins við Alcoa. Búist er við að þeir verði undirritaðir um miðjan mars. Vinna við sneiðinginn hófst hins vegar í gær [26.]. Pétur Ingólfsson, verkefnisstjóri Kárahnjúkavirkjunar, segir í viðtali við Svæðisútvarp Austurlands að þröng tímaáætlun og staða málsins nú hefði orðið til þess að ákveðið var að byrja strax. Ætlunin er að skila sneiðingnum tilbúnum eftir páska til ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo." Textavarpið

Kárahnjúkavirkjun mótmælt 2004 smellið hér!


Forsagan
- áhyggjur og barátta gegn skaðræðisvirkjunum

1998 Hágöngulóni mótmælt
19. júlí 1998: Guðmundur Páll Ólafsson flaggar í hálfa stöng við Fögruhveri til að mótmæla því að þeim yrði sökkt í þágu virkjunarframkvæmda, nánar tiltekið Hágöngulón Landsvirkjunar

18. nóvember 1998: Ályktun félagsfundar Félags leiðsögumanna:
"...leggst eindregið gegn fyrirhuguðum virkjunum, miðlunarlónum og öðrum mannvirkjum sem þeim fylgja á hálendi Íslands; í Eyjabökkum, Hafrahvammagljúfrum, Þjórsárverum og öðrum hálendisperlum. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórn og Alþingi Íslands að láta Fljótsdalsvirkjun fara í lögformlegt umhverfismat."

Löng og ströng barátta gegn Fljótsdalsvirkjun (1998-2001) m.a. helgi í september 1999: Mótmæli við Eyjabakka. Þjóðsöngurinn til verndar hálendinu