10. desember 2004
Tilkynning við afhendingu á "jólagjöf virkjanasinnans" á Alþingi
Náttúruvaktin

Til íslenskra alþingismanna

Þessi fígerði leir huldi bakka Jöklu þegar vatnavöxtum slotaði síðastliðið sumar. Ef Hálslón verður að veruleika mun svona leir þekja 40 km2 svæði af lónstæðinu í þykkum breiðum fram eftir hverju sumri. Þar mun hann þorna og fjúka yfir fjölskrúðug gróðurlönd á Vestuöræfum, kæfa þau smátt og smátt og breyta þeim í eyðisand.

Megi þessi leir minna þig á hvernig þarna verður umhorfs og hverjir bera ábyrgð á því