Samningar

Staðfestir samningar af Íslands hálfu

Alþjóðlegi votlendissamningurinn eða Ramsarsamningurinn um votlendi (fuglalíf) (stjr-vefur)
The Ramsar Convention on Wetlands

Ramsarsvæðunum fer stöðugt fjölgandi í heiminum: 8. janúar 2010 voru Ramsarsvæðin 1881 en þau íslensku eru enn aðeins 3: Mývatn/Laxá, Grunnafjörður og Þjórsárver.

8. september 2009 voru 50 votlendissvæði á svarta listanum (Montreux-listanum).
Árið 1990 (Montreux, Sviss) voru tvö íslensk votlendissvæði á svarta listanum: Mývatn/Laxá á vegna kísilgúrnáms í Mývatni og Þjórsárver vegna fyrirhugaðs miðlunarlóns í verunum. Íslendingum tókst að ná þessum svæðum af Montreux-listanum svarta á næsta fundi 1993 (fundur Kushiro, Japan) með því að kynna ákvarðanir varðandi námavinnsluna. Einnig sögðu þeir frá nýrri löggjöf um mat á umhverfisáhrifum og lögðu fram yfirlýsingu um að ekki væri ráðgerð nein breyting í Þjórsárverum.

Grunnafjörður er í hættu ef af byggingu Rafskautaverksmiðju verður í Katanesi allt að 340.000 t/ári (03.09.2004/01.04.2005):
"Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að Hvalfjarðarströnd sé á náttúruminjaskrá vegna fagurrar strandlengu með fjölbreyttu landslagi og ríks fuglalífs og leggur stofnunin til að þess verði gætt við framkvæmdir, aðkomu og frágang að tryggt verði aðgengi að ströndinni við Katanes og þar fyrir austan. Friðlönd liggi nærri Grundartanga, s.s. Grunnafjörður (Leirárvogur), sem einnig sé Ramsarsvæði, Blautós og Innstavogsnes. Því sé vert að hafa í huga að afrennsli úr Eiðisvatni, sem sé að hluta til innan þynningarsvæðisins, falli til Grunnafjarðar (með Urriðaá). Einnig renni lækir innan þynningarsvæðisins í Eiðisvatn og í Urriðaá. Grunnafjörður sé því innan áhrifasvæðis framkvæmdarinnar."

Fyrirspurn til munnlegs svars vegna Grunnafjarðar 20. október 2004. Umræða 24. nóvember 2004.

Votlendi / Áskorun: Yfirlit um íslensk votlendi hefur komið út á tveimur bókum, önnur er frá 1975, ritstjóri Arnþór Garðarsson, og hin frá 1998: Íslensk votlendi. Verndun og nýting. Ritstjóri Jón S. Ólafsson. Háskólaútgáfan 1998. Hví ekki gefa út 3. votlendisbókina um ástand votlendis nú FYRIR næstu Ramsarfundi eða í tilefni af þeim?

Votlendi: 11. fundur aðildarríkja Ramsarsamningsins (159 lönd) verður vorið 2012.

Votlendi:
"Verulegur hluti gróins lands á Íslandi er einhvers konar votlendi, en auk mýrlendis tejast til votlendis samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu hvers kyns vötn, fjörur og grunnsævi út á 6 m dýpi. Í þessari grein er lýst helstu búsvæðum íslenskum sem flokkast undir votlendi. Getið er rannsókna sem fram hafa farið frá því að yfirlit um íslensk votlendi var síðast tekið saman, árið 1975 (Rit Landverndar 4). Lýst er helstu þáttum sem ráða gerð votlenda og þar með lífríki þeirra. Fjallað er um fæðuvefi, einkum með tilliti til votlendisfugla. " bls. 13, Íslensk votlendi. Verndun og nýting 1998 (Arnþór Garðarsson).
"...tel ég að slíkur fróðleikur eigi fullt erindi til leikmanna." Arnþór Garðarsson bls. 100, Votlendi 1975.

Líffræðileg fjölbreytni (Ríósamningurinn) - Ríó hjá Umhverfisstofnun
Convention on Biological Diversity - CBD
2009 höfðu 193 þjóðir staðfest samninginn, þar á meðal Ísland, en ekkert bólar á staðfestingu Bandaríkjanna... Varðandi Ísland: aðeins tvær landsskýrslur hafa borist, sú fyrsta er frá 2001 og hin frá 2003; síðan ekki söguna meir! Öll hin Norðurlöndin eru duglegri þar en við, eins og alltaf. Þá hefur engin Stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni (NBSAP: National Biodiversity Strategy and Action Plan) verið lögð fram enn, en það var verið að leggja lokahönd á hana 2007...

Líffræðileg fjölbreytni: Cartagena-bókunin um lífvernd
Cartagena Protocol on Biosafety
(Montreal 29. janúar 2000; Ísland skrifaði undir 1. júní 2001).
2009 höfðu 157 þjóðir staðfest, þar á meðal öll Norðurlöndin nema Ísland. Í mörg ár hefur staðið "verið er að vinna að staðfestingu" á vefjum umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar. Fram kemur í
Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumótun til 2020 (bls. 61) að enn standi til að staðfesta CPB-bókunina um erfðabreyttar lífverur. Þegar nánar er að gáð reynist útgáfuárið vera 2002... Þó hafa Lög um erfðabreyttar lífverur verið í gildi hér á landi síðan 1996.

Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu (stjr-vefur)
Bern Convention on the Conservation of European Wildlife and Natural Habitats
Þau lönd sem skrifað hafa undir og staðfest

Recommendation No. 96 (2002) on conservation of birds in afforestation of lowland in Iceland. Michael Usher 2002 um skógrækt.

Recommendation No. 112 (2004) on hydroelectric dams at Kárahnjúkar and Nordlingaalda. Joe Sultana 2004 um landsvirkjanir ;
Mbl. 14. desember 2004: : Fuglar óhultir: "Fuglum stafar hvorki hætta af virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka né Norðlingaöldu. Þetta er niðurstaða fastanefndar Bernarsamningsins um vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu." Þannig virðist þessi samningur til lítils gagns...

Vínarsamningurinn / Montreal-bókunin um verndun ósónlagsins (stjr-vefur)
Montreal Protocol - Celebrating 20 years of progress in 2007

Genfarsamningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir (stjr-vefur)
Convention on Long-range Transboundary Air Pollution - LRTAP

KYOTO-bókun við loftlagssáttmála SÞ - Rammasamningur SÞ um loftslagsbreytingar (stjr-vefur)
United Nations Framework Convention on Climate Change - UNFCCC

Morgunblaðið 10. nóvember 2001: Íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar
Innihaldið: "Gerð er krafa um að notuð sé endurnýjanleg orka, notkun hennar leiði til samdráttar í losun hnattrænt, besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar í framleiðslunni.
Nær aðeins til smáríkja sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna árið 1990. Ísland losar á milli 0,01 og 0,02%.
Undanþegið losunarskuldbindingum iðnríkjanna sem felast í Kyoto-bókuninni, þ.e. að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna um 5,2% á árunum 20082012, miðað við losun hvers ríkis árið 1990."

Þýðingin fyrir Ísland: "Gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að staðfesta Kyoto-bókunina.
Felur í sér þak á heildarundanþágu vegna stóriðjulosunar hérlendis.Þakið miðast við 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi.
Undir þessu þaki er svigrúm fyrir þá stóriðju sem risið hefur frá 1990 og er til skoðunar, sbr. stækkun ÍSAL [nú ALCAN], stækkun Járnblendiverksmiðjunnar, stækkun Norðuráls og fyrirhugaða álverksmiðju á Reyðarfirði.
Markmið íslenska ákvæðisins er að aukning losunar gróðurhúsalofttegunda á árunum 20082012 fari ekki yfir 10% af losun landsins árið 1990, sem var þá tæpar þrjár milljónir tonna koltvísýrings.
Til að uppfylla Kyoto-bókunina, án tillits til ákvæðisins, mega Íslendingar ekki losa meira en 3,3 milljónir tonna á ári 20082012.
" (mbl.is, 10. nóvember 2001)

"Koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 sem fellur undir íslenska ákvæðið skal ekki vera meira en 1.600.000 tonn árlega að meðaltali á tímabilinu 2008-2012."
Úr Matsskýrslu vegna Rafskautaverksmiðju á Katanesi sem HRV-samsteypan (Hönnun, Rafhönnun, VST) vann í júní 2004, bls. 21.
Verksmiðjan, sem er ekki orkufrek en afar mengandi, kæmi til með að losa 125.000 tonn af koltvíoxíð (CO2)... Byggt á kaflanum "Losun mengunar; útblástur" (bls. 21-23) í Matsskýrslu vegna Rafskautaverksmiðjunnar.
Núverandi mengun í Hvalfirði er hins vegar mikil og kemur það fram í skýrslunni

Samningur um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (stjr-vefur)
Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora
- CITES
Lög um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu
Sjá nánar: Dýravernd
Sjá einnig hjá Umhverfisstofnun: Dýravernd og CITES

Óstaðfestir samningar af Íslands hálfu

Árósasamningurinn
6. apríl 2001:Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Árósasamningsins um aðgang að upplýsingum [upplýsingarétturinn varð að lögum 3. apríl 2006; sjá hér fyrir neðan], þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Umræður 23. og 24. apríl 2001. Vísað til síðari umræðu með 36 atkvæðum og jafnframt til utanríkismálanefndar, þar sem samningurinn hefur dagað uppi síðan 11. maí 2001.
The Aarhus Convention -
Convention on Access to Information, Public Participation in Decision-Making and Access to Justice in Environmental Matters
Ísland skrifaði undir á sínum tíma (25. júní 1998) en hefur ekki staðfest.
Öll Norðurlöndin hafa staðfest Árósasamninginn nema Ísland. Danir staðfestu Árósasamninginn 29. sept. 2000, Norðmenn 2. maí 2003, Finnar 1. sept. 2004, Evrópusambandið 17. febrúar 2005 og Svíar 20. maí 2005.
Fyrirspurn á Alþingi 16. október 2003: Árósasamningurinn (umræða 3. desember 2003)

3. apríl 2006: Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (EES-reglur). "Markmið laga þessara er að tryggja almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál, sem stjórnvöld hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, til að stuðla að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings í töku ákvarðana um umhverfismál." [1. af þremur þáttum Árósasamningsins loks löggiltur á Íslandi].

Hví er sá samningur svona mikilvægur?
í formála Árósasamningsins sem var undirritaður í Árósum 25. júní 1998:
- er sérstök áhersla lögð á tvö grundvallaratriði: umhverfisrétt sem mannréttindi annars vegar og mikilvægi aðgangs að upplýsingum [1], þátttöku almennings [2] og aðgangs að réttlátri málsmeðferð við sjálfbæra þróun hins vegar [3].
- er sú hugmynd að fullnægjandi umhverfisvernd sé undirstaða þess að menn geti notið grundvallarmannréttinda tengd þeirri hugmynd að hver einstaklingur eigi rétt á að lifa í heilbrigðu umhverfi og honum beri skylda til að vernda umhverfið.
- er síðan dregin sú ályktun að til þess að geta krafist þessa réttar og sinnt þessari skyldu verði borgarar að hafa aðgang að upplýsingum [1], hafa rétt til þátttöku í ákvarðanatöku [2] og njóta réttlátrar málsmeðferðar í umhverfismálum [3].
- er viðurkennt að sjálfbær og vistvæn þróun byggist á virkri ákvarðanatöku stjórnvalda sem grundvallist bæði á umhverfislegum sjónarmiðum og framlagi almennings. Þegar stjórnvöld veiti almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál og geri honum kleift að eiga aðild að ákvarðanatöku stuðli þau að markmiðum samfélagsins um sjálfbæra þróun.
Ágætis lýsing á öllu því sem á hefur vantað í ákvörðunarferli Kárahnjúkavirkjunar. Ekki satt?

Bonnsamningurinn um vernd fartegunda
Convention on the Conservation of Migratory Species of Wild Animals - CMS
Þau
110 lönd sem höfðu skrifað undir 1. janúar 2009 (þar á meðal öll Norðurlöndin nema Ísland, sem er ekki einu sinni á listanum lengur!).
Kort
yfir þá sem eru með.
Evrópusambandið skrifaði undir 1982.

Farfuglasamningurinn
African-Eurasian Migratory Water Bird Agreement
- AEWA
Kort. Eins og sést á kortinu þá eru Svíþjóð, Finnland, Danmörk ásamt Færeyjum (án Grænlands) með og Noregur, en Ísland ekki enn.

Umhverfisstofnun: Alþjóðlegir samningar um umhverfismál
Umhverfisráðuneytið: Alþjóðasamningar á sviði umhverfismála sem Ísland er aðili að

Fartegundirnar (CMS): kort og farfuglarnir (AEWA): kort og nei, nei, við erum ekki með!

(síðast uppfært 11. janúar 2010)