Ef þú átt í vandræðum með að sjá vefinn í vafranum þá vantar þig Flashplayer. Hann færðu hérna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Velkomin á vef Náttúruvaktarinnar!

Fréttir

Náttúruverndarþing 2012
Laugardaginn 28. apríl 2012 kl. 10-16.30, Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá
10.00 Setning Náttúruverndarþings
10,10 Verndun og orkunýting landssvæða: næstu skref
Friðrik Dagur Arnarson, landfræðingur og fulltrúi náttúruverndarhreyfingarinnar í rammaáætlun 2
Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands
11.15 Málstofur og vinnuhópar:
Málstofa 1: Náttúruvernd og ferðaþjónusta
Erlendir ferðamenn voru rúmlega 560 þúsund árið 2011 og hefur árlega fjölgað að jafnaði um 5,3% á síðustu 10 árum. Sé miðað við áframhaldandi fjölgun með sama hraða verða hér um 900 þúsund erlendir ferðamenn árið 2020. Hvernig eru Íslendingar í stakk búin að taka á móti svo mörgu fólki án þess að það bitni á náttúrugæðum? Hvaða leiðir eru færar til að tryggja vernd sérstæðra svæða, sérlega á hálendi Íslands? Hvaða stefnu vilja umhverfis- og náttúruverndarsamtök taka í þessum málum? Málstofan mun leita svara við þessum spurningum og fleirum.
Innlegg: Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
Málstofustjórar: Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræði og Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarkona í Landvernd
Málstofa 2: Náttúruvernd og lýðræði
Aðkoma almennings að ákvörðunum um umhverfismál, náttúruvernd og stórframkvæmdir er lítil hér á landi. Með hvaða hætti er hægt að auka vald almennings á þessu sviði? Veita sveitarstjórnarlög og skipulagslög almenningi nægileg áhrif? Hafa sveitarstjórnir of mikil völd á kostnað heildarhagsmuna í skipulags- og náttúruverndarmálum? Á almenningur að geta knúið fram íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeild mál? Málstofan mun leita svara við þessum spurningum og fleirum.
Innlegg: Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í Öldu
Málstofustjóri: Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar
Málstofa 3: Náttúruvernd, friðlönd og þjóðgarðar
Hvernig virkjum við betur hreyfingu náttúruverndarfélaga í hugmyndaríkri og framsækinni náttúruvernd?
- til öflugri náttúruverndar með alvöru friðlöndum
- fleiri þjóðgörðum
- meiri endurheimt náttúrugæða með virku eftirliti áhugafólks um náttúruvernd með friðun og friðlöndum
- alvöru eftirfylgni með skuldbindingum við alþjóðasáttmála í umhverfis- og náttúruvernd heima fyrir og á víðari grundvelli í umhverfi hnattrænna umhverfisvandamála.

Innlegg: Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur
Málstofustjóri: Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur
12.45 Hádegisverður í Nauthóli (1.990 kr.)
13.40 Afhending Náttúruverndarans, viðurkenningar fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi
13.50 Skipulag og samstarf náttúruverndarfélaga
Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur
Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistar- og leiðsögukona
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur
14.45 Ályktanir vinnuhópa
15.45 Kaffi
16.05 Kosning um ályktanir
16.20 Kosning í undirbúningsnefnd næsta þings
16.25 Þingslit
Kl. 20 Náttúruverndarball með skemmtidagskrá á Sólon Aðgangur ókeypis.
Þingforsetar: Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki.
(27. apríl 2012)

Fyrri greinar sjá Eldri fréttir

Vefur Náttúruvaktarinnar
Náttúruvaktin leggur áherslu á að safna upplýsingum sem gætu hjálpað til með skilning á virkjunarmálum og umhverfisáhrifum þeirra á stærsta hluta Íslands - sem er hálendið. Tenglar sýna uppruna upplýsinga og er reynt að hafa úrvalið sem best á vefnum til að sem flestir geti sparað sér tíma og nýtt sér slóðirnar til að kynna sér málin - hver eftir sínu höfði. Eina sem við biðjum um er að það sé tekið fram að gagn hafi verið að Náttúruvaktarvefnum.

Vefurinn vaknar
sitemap Á næstunni verður vefurinn smám saman uppfærður og mun að því loknu taka nokkrum breytingum.

Uppfærðar síður 2010
Verkfræðistofur
meira...
Félög
meira...
Samningar meira...
Stofnanir meira...

 

 

Aðhald
Stjórnarandstaða, fjölmiðlaaðhald, frjáls félagasamtök (þ.e. óháð stjórnvöldum) og sjálfstæðar ríkisstofnanir (án pólitíkusa) eru fullkomin nauðsyn. Þegar ekkert af þessu virkar verður það eitt t.d. að vilja hreint loft, gott vatn, ómengaðan jarðveg, fallegt land... grunsamlegt. Enginn hagvöxtur í því, bara... lífsgæði.