Umhverfisorð

Umhverfisvitund
lífsgildi, þekking, viðhorf og atferli umhverfismála

Umhverfisverndarhyggja
umhverfis- og/eða náttúruvernd að meginmarkmiði

Umhverfisverndarsinni
er almennt hlynntur aðgerðum sem miða að verndun umhverfis og náttúru

Umhverfishygð
almennur stuðningur við umhverfisvernd í samfélaginu

Mannhverf náttúrusýn
vill manninn í öndvegi, velferð hans og öryggi

Visthverf náttúrusýn
vill heilbrigða náttúru þar sem vistkerfum er ekki raskað

Lífhverf náttúrusýn
vill velferð dýra og lifandi vera

Sjálfbær þróun
fullnægir þörfum nútímans án þess að stofna í hættu getu komandi kynslóða til að fullnægja sínum

Staðardagskrá 21
"Eitt af grundvallaratriðum nútímaumhverfisstefnu er að íbúar borgarinnar hafi möguleika á því að taka þátt í stefnumótun og að sjónarmið þeirra fái hljómgrunn. Með þessu eykst þátttökulýðræði samfélagsins og borgarbúar finna að tekið er mark á viðhorfum þeirra."

Umhverfisvandamál
vandamál manna stafa af umsvifum manna, hafa áhrif á menn og lausn þeirra er undir mönnum komin. Alvarleg ógnun við náttúru og samfélag er brýnt viðfangsefni fyrir rannsóknir...

(upp úr "Orðabók umhverfismála" í Mbl. 15. feb. bls. 11)