Skjálfandafljót
"Orkuveita Reykjavíkur, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur skrifa undir viljayfirlýsingu með sveitarstjóra Þingeyjarsveitar um samstarf um virkjun Skjálfandafljóts við Hrafnabjörg. Aðilar eru auk þess sammála um að skoða fleiri hugsanlega virkjunarkosti í Skjálfandafljóti. Nú mun undirbúningshópur að stofnun félags um verkefnið taka til starfa og er áformað að stofna það á næstu vikum." (Fréttablaðið 18. júní 2004, bls. 18)