Sex stíflur áætlaðar að Kárahnjúkum

Á Kárahnjúkasvæðinu (Snæfellsöræfum) er ekki áætluð EIN stífla, jafnvel þótt Kárahnjúkastífla sé langstærst, heldur er áætlað að reisa SEX stíflur:

- Kárahnjúkastíflu (800x190 m), stíflan (KAR-11) og aðrennslisgöngin (KAR-14) úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal voru langstærstu verkþættirnir.
Tilboðin átti upphaflega að opna 15. nóvember 2002 en því var frestað að beiðni væntanlegra bjóðenda í tvígang: fyrst til 29. nóvember og aftur til 6. desember 2002.
Sænska verktakafyrirtækið Skanska hafði þá hætt við og einnig það norska Veidekke. Áður ku þýskt fyrirtæki hafa hætt við... NCC hætti síðan við og það hefur franska fyrirtækið Vinci Construction einnig gert.
Ný fyrirtæki komu inn, Eurohydro (í stað NCC) með Íslenskum aðalverktökum í bæði verkin og norska fyrirtækið AF Gruppen með Pihl/Ístak í stífluna (í stað Vinci og Skanska). Pihl/Ístak skelltu sér með Balfour Beatty í göngin (í stað Skanska og Veidekke). Þá hafði Norsk Hydro hætt við að reisa orkukaupandann, álverksmiðjuna, en Alcoa komið í staðinn...
Kostnaðaráætlun reyndist vera um 50 milljarðar fyrir stærstu verkþættina tvo; Impregilo bauð rúmlega 44 milljarða (eða 82,4% og 93,9% af áætlun; hinir voru í 144,9%, 113,3% og 177,1%, 138,1%).

- og tvær hliðarstíflur hennar, sem þrjár saman munu bölva fram heljarinnar lón sem kennt er við Háls (Hálslón), Sauðárdalsstíflu (1.200x25 m) og Desjarárstíflu (900x60 m) - kostnaðaráætlun 4,1 milljarður; samið við Suðurverk um stíflurnar tvær, 2,4 milljarðar, áætluð verklok haustið 2006

- síðan Ufsarstíflu (675x32 m), áætlað útboð jan. 2005

- þá Kelduárstíflu (1.450x25 m) og Grjótárstíflu meiri (500x15 m); áætlað útboð Hraunaveitupakkans okt. 2006

Stíflurnar sex á Snæfellsöræfum alls á sjötta kílómetra...
Kelduárstífla 1.450 m + Grjótárstífla (meiri) 500 m + Ufsarstífla 675 m = 2.625 km
Desjarárstífla 900 m, Kárahnjúkastífla 800 m, Sauðárdalsstífla 1.200 m = 2.900 km

Kárahnjúkastífla 190 m
Desjarárstífla 60 m
Ufsarstífla 32 m
Sauðárdalsstífla 25 m
Kelduárstífla 25 m
Grjótárstífla 15 m

Höfðu fjölmiðlar eitthvað fjallað um þessar stíflur?
Sauðárdalsstífla og Desjarárstífla
Auglýsingar Landsvirkjunar 12. okt. 2003; tilboðsskil 19. des. 2003.
Sauðárdalsstífla (25 m), á vatnaskilum Sauðárdals og Laugarvalladals, og Desjarárstífla (60 m), efst í Desjarárdal (Desjarárdrögum), þ.e. beggja vegna Kárahnjúkastíflu (190 m).
Kynnisferðirnar að stíflustæðum fyrir bjóðendur voru 10 dögum eftir að útboðsauglýsingarnar birtust með fulltrúum Landsvirkjunar og hönnuðum... stuttur frestur í kynnisferðir það fyrir útlandið... óundirbúið?

Skilyrði umhverfisráðherra
Eitt af því sem Siv hafnaði í jólaúrskurði sínum 2001 var yfirfall úr Hálslóni í Desjarárdal og gerði hún yfirfall í Hafrahvammagljúfur að skilyrði.

Tilboðsskilin 19. des. 2003
Impregilo les hugi og býður 89,4 % í S. og 98,5 % í D.; Ísafl (Pihl og ísl. sonurinn Ístak, ásamt ÍAV) 130% og 110%; Suðurverk (Hafnarfirði; byggði '83-'84 þriðja áfanga Kvíslaveitna) 52,6% og 61,5%; tvö önnur ísl. tilboð bárust í S. upp á 80,1% og 74,3% af kostnaðaráætlun (S. 1,4 milljarður, D. 2,7 milljarðar). Það vekur athygli að útlend verktakafyrirtæki fjölmenntu ekki í tilboðsveisluna.

Samningurinn 24. feb. 2004
Þá hefur Landsvirkjun samið við Suðurverk eins og við var að búast og hljóðar samningurinn fyrir stíflurnar tvær upp á 2,4 milljarða. Áætluð verklok, eftir þriggja sumra stíflugerð, eru haustið 2006. (sjá frétt Mbl. 25. feb. bls. 2).

 

Ufsarstífla og Hraunaveita
Ráðgjafarþjónusta - tilboðsskil 13. jan. 2004...
Ufsarstífla og Hraunaveita: auglýsing Landsvirkjunar 23. nóv. 2003 varðandi ráðgjafarþjónustu.

Skilyrði umhverfisráðherra
Eins og kunnugt er gerði umhverfisráðherra það að skilyrði að fallið yrði frá framkvæmdum við Hafursárveitu, Laugarfellsveitu (þ.e. Grjótárveitu, Hölknárveitu og Laugarárveitu) og Bessastaðaárveitu (ásamt framkvæmdum við Gilsárvötn). Með Hraunaveitu var ætlunin að virkja sex vatnsföll (þ.e. Sultarranaá, Fellsá, Grjótá, Innri- og Ytri-Sauðá og Kelduá). Umhverfisráðherra gerði það að skilyrði að fallið yrði frá framkvæmdum við Sultarrana- og Fellsárveitu og að Landsvirkjun endurskoðaði fyrirkomulag á yfirfalli stíflu við Kelduá í þeim tilgangi að draga eins og kostur er úr þeim umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Kelduárstífla, Grjótárstífla og Hraunaveita
Auglýsingin í atvinnublaði Moggans 23. nóv. 2003 (bls. B14) er því um virkjun Kelduár (Kelduárstífla 25 m há; Kelduárlón 0,25 ferkm), Grjótár (Grjótárstífla 15 m há) og Innri-Sauðár. Með Hraunaveitu (þ.e. Kelduá, Grjótá, Sauðár) verður þessum ám ásamt útrennsli frá Sauðárvatni veitt í Kelduárlón (8 ferkm) og þaðan í Ufsarlón (1 ferkm - vatnasvið Ufsarlóns 420 ferkm en Hálslóns til samanburðar 1.800 ferkm; samkv. Landsvirkjun) sem myndast með Ufsarstíflu (32 m há), norðan Eyjabakka, í Jökulsá í Fljótsdal. Og þaðan rennur allt í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar sem eru reyndar mun rýmri en upphaflega var áætlað...