Pistlar

Bækur

Factor Four Doubling Wealth - Halving Resource Use. The New Report to the Club of Rome eftir Von Weizsacker, Amory B. Lovins & L. Hunter Lovins. London 1998 og endurprentuð 1999 og 2001. Komin í aðalsafn Borgarbókasafnsins (23. ágúst 2004)
Hvað er FACTOR FOUR? / Meira um FACTOR FOUR / Bókin sem dr. Louise Crossley mælti með: Factor Four. Doubling Wealth Halving Resource By Von Weizsacker, Lovins & Lovins

The Growth Illusion How Economic Growth has Enriched the Few, Impoverished the Many, and Endangered the Planet eftir Richard Douthwaite (ekki til í bókasöfnum landsins... beiðni um bókakaup send Lbs. og Bbs. 10. júní 2004)

Megaprojects and Risk An Anatomy of Ambition eftir Bent Flyvbjerg, Nils Bruzelius, Werner Rothengatter
"a fascinating account of how the promoters of multi-billion dollar megaprojects systematically and self-servingly misinform parliaments, the public and the media in order to get projects approved and built" Komin í bókabúðir Rvíkur og á aðalsafn Borgarbókasafnsins (haust 2003)

Vættafundur á Eyjabökkum eftir Oddbjörgu Sigfúsdóttur (1999)
"Úr gljúfrum Jökulsár á Dal við Kárahnjúka kom flokkur vætta. Jötuninn Dúndri úr Dimmugljúfrum hafði orð fyrir þeim og þrumaði svo hátt að fjöllin bergmáluðu því á milli sín: "Vér mótmælum öll þjófnaði á Jöklu. Það mun raska ró okkar, því hún stýrir draumum vorum og er sú hljómkviða sem heldur oss hugföngnum í heimi andans. Ef Jökla þagnar, vöknum vér til mannheims og þá þurfum við mikið að éta. Mennirnir verða fyrir því, og munu þeir þá eigi virkja framar eða hugsa um stóriðju, heldur hverfa aftur inn í andaheiminn, með okkar aðstoð. Ætli þeir séu tilbúnir til að skipta við okkur?" drundi Jötuninn."

Á bókarkápu: "Því hefur lengi verið trúað að Ísland sé fjölbyggt landvættum, og að svo hafi verið frá örófi alda. Í elstu lögum Íslendinga er að finna ákvæði er lúta að umgengni við þessa vættaþjóð. Vættirnir halda verndarhendi yfir ákveðnum stöðum og svæðum, eða landinu öllu - allt eftir stöðu sinni - og flestum er þeim meinilla við alla röskun á náttúrunni. Í bókinni kemur fram, að vættirnir hafa áhyggjur af gangi mála á Austurlandi, og efna því til fundar á Eyjabökkum. Þar er samþykkt að koma mikilvægum skilaboðum til mannfólksins, og fær Skógardísin það hlutverk.
Bókarhöfundur er húsmóðir á sextugsaldri, sem býr í Fellabæ á Héraði. Hún hefur verið skyggn frá barnæsku, og þekkir því vel til sumra þeirra vætta sem hér er fjallað um. Þetta ævintýri ætti að vekja jafnt unga sem gamla til umhugsunar.
Helgi Hallgrímsson."

Ritgerðir
Erlend stóriðja og íslenskt þjóðerni. Hugmyndir um áhrif stóriðju á íslenskt þjóðerni og náttúruvernd í þágu þjóðarvitundar. Lokaritgerð Rúnars Pálssonar 2001 (til í Bókhlöðu til lestrar á staðnum). (12. júní 2004)

Með í ráðum? Þátttaka almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Lokaritgerð Arnheiðar Hjörleifsdóttur 2003 (til í Bókhlöðu til lestrar á staðnum).
Í kynningu á fyrirlestri sem Arnheiður flutti 2. maí 2003 stóð eftirfarandi. "MS verkefni Arnheiðar fjallar um þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum, sérstaklega með tilliti til laga um mat á umhverfisáhrifum.
Markmiðið með rannsókninni var þríþætt; að leggja mat á aðkomu almennings að ákvarðanatöku í umhverfismálum hér á landi, að kanna hvaða aðferðum hefur verið beitt til kynningar og samráðs í tengslum við mat á umhverfisáhrifum og athuga sérstaklega opna fundi og meta kosti þeirra og galla sem kynningar- og samráðsaðferðar vegna mats á umhverfisáhrifum. Á kynningunni verður lögð áhersla á hagnýtt gildi rannsóknarinnar en minna rætt um fræðilega hlutann. Sérstaklega verða teknir fyrir opnir fundir og greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar er varðar kosti þeirra og galla. Þá verður hugað að því hvort, og þá hvernig, megi bæta opna fundi þannig að þeir verði öflugri kynningar- og jafnvel samráðsgrundvöllur." (13. júní 2004)


Pistlar

Fjölmiðlar og valdið

HÁLENDI ÍSLANDS: FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐARINNAR Bæklingur gefinn út af forsætisráðuneytinu í janúar 1999
(um þjóðlendur og svæðisskipulag miðhálendisins o.fl.)
Bæklinginn prýða myndir Páls Stefánssonar af Hrafntinnuskeri (forsíða), Vesturdölum við Jökulsá á Fjöllum, Landmannalaugum, Kjöl, Snæfelli, Langasjó og Hrafntinnuskeri. (6. júní 2004 (30. apríl 2003))

Kárahnjúkavirkjun. Mat á umhverfisáhrifum - ferlið

Kárahnjúkavirkjun. Umfjöllun Morgunblaðsins 20. desember 2001 til 8. apríl 2002

Kárahnjúkavirkjum. Umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarps 20. desember 2001 til 8. apríl 2002

Lagasmuguaðförin að náttúrunni

Mótmæli

Sex stíflur að Kárahnjúkum

Sivjarspjöll. Úrskurður umhverfisráðherra frá 20. desember 2001 - uppfært í mars 2004

Snæfellsöræfi: Vesturöræfi - Snæfell - Eyjabakkar

Stærð Kárhnjúkavirkjunar (6. júní 2004)

Umhverfismatsferlið

Umhverfisorð


Spurningar og svör
Hvor er hærri Ytri-Kárahnjúkur eða Fremri-Kárahnjúkur?
Fremri-Kárahnjúkur sem er 838 metrar yfir sjávarmáli (Ytri-Kárahnjúkur er 760 m y.s.)