Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar eftir fullnaðarúrskurð umhverfisráðherra (20. desember 2001) til atkvæðagreiðslunnar um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi landsmanna (8. apríl 2002)

Fréttir á mbl.is - fyrirsagnir
Desember 2001 til apríl 2002 (leitarorð: Kárahnjúkavirkjun)

3. desember 2001: ÍAV í samvinnu við erlend félög um tilboð í Kárahnjúkavirkjun

19.
desember 2001: Niðurstaða um Kárahnjúkavirkjun væntanleg á morgun
"Fréttastofa Útvarps hefur fyrir því heimildir..."

20.
desember 2001: Úrskurður um Kárahnjúkavirkjun birtur í dag

20.
desember 2001: Ólafur F. Magnússon segir sig úr Sjálfstæðisflokknum

20.
desember 2001: Ráðherra fellst á Kárahnjúkavirkjun með skilyrðum

20.
desember 2001: Óttast að breytingar á Kárahnjúkavirkjun muni kosta milljarða
"Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það ekki koma á óvart að umhverfisráðherra hafi snúið við úrskurði skipulagsstofnunar varðandi Kárahnjúkavirkjun og í raun fallist á lagarök Landsvirkjunar sem sett voru fram í ítarlegri greinargerð með kæru fyrirtækisins. Það sé hins vegar ljóst að skilyrði um breytingar á hönnun og framkvæmd virkjunarinnar muni kosta verulega fjármuni sem ekki verði teknir úr vasa orkukaupandans...
Formenn níu umhverfis- og náttúruvernarsamtaka sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að tæpast sé hægt að ímynda sér stórfelldari röskun af manna völdum á náttúru landsins...
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að í fljótu bragði sýnist sér að úrskurður umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun sé fagmannlega unninn og lögfræðilega vel undirbyggður..".

20.
desember 2001: Dregið úr framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar með skilyrðum ráðherra
"Úrskurður ráðherra er jákvætt skref í þá átt að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun nái fram að ganga, segir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Reyðaráls. Geir segir að ljóst sé að gert sé ráð fyrir töluverðum breytingum á framkvæmdum til þess að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar við Kárahnjúkavirkjun en jafnframt sé gert ráð fyrir því að dregið verði úr framleiðslugetu virkjunarinnar."

20. desember 2001: Skilyrði ráðherra skipta mörg hver afskaplega litlu varðandi umhverfisáhrif
"Úrskurður umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun er áfall fyrir náttúruvernd á Íslandi, segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands..."

20. desember 2001: 20 skilyrði sett fyrir Kárahnjúkavirkjun

20. desember 2001: Náttúruverndarsamtök íhuga að vísa úrskurði umhverfisráðherra til dómstóla

21. desember 2001: Áætlað að breytingar kosti milljarða króna
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra féllst í gær á fyrirhugaða framkvæmd við Kárahnjúkavirkjun að uppfylltum skilyrðum og felldi þar með úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 1. ágúst sl. þar sem framkvæmdinni var hafnað vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif þeirra...

21. desember 2001: Stórt skref í átt að virkjun og álveri
"Aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2001 til 2024..."

21. desember 2001: Breytingar allar til bóta
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þær breytingar sem umhverfisráðherra boðar á framkvæmd við Kárahnjúkavirkjun...

21. desember 2001: Frumvarp lagt fram snemma á vorþingi

21. desember 2001: Ekki áfellisdómur yfir Skipulagsstofnun
"
...Í úrskurði ráðherra kemur fram að umhverfisráðuneytið telji að Skipulagsstofnun eigi ekki að taka tillit þjóðhagslegra áhrifa þegar mat er lagt á umhverfisáhrif framkvæmda. Stefán [Thors] sagði að Skipulagsstofnun hefði í úrskurðum sínum tekið mið af efnahagslegum áhrifum og Landsvirkjun hefði í matsskýrslu sinni lagt áherslu á að þjóðhagsleg áhrif yrðu reiknuð inn í dæmið.
"Þegar við höfum verið að meta áhrif framkvæmda höfum við annars vegar horft á neikvæð umhverfisleg áhrif og hins vegar höfum við horft á efnahagsleg áhrif. Þannig hefur þetta verið tíðkað, en þarna er sagt að þetta eigi ekki við og það er eitt af því sem við drögum lærdóm af. En þessi efnahagslegu áhrif réðu ekki úrslitum í niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi Kárahnjúkavirkjun.""

21. desember 2001: Úrskurðurinn sagður hafa jákvæð áhrif á fjármögnunarferli álvers

21. desember 2001: Norsk Hydro hvatt til að hætta við álver í Reyðarfirði
"Umhverfisverndarsamtökin World Wide Fund for Nature, WWF, krefjast þess..."

22. desember 2001: Úrskurðurinn talinn jákvæður fyrir fjármögnun álvers

23. desember 2001: Fallist á framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun

5. janúar 2002: Kárahnjúkaúttekt National Geographic blásin af

6. janúar 2002: Kárahnjúkaúttekt blásin af

22. janúar 2002: VG vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð hálendis norðan Vatnajökuls

23. janúar 2002: VG vill þjóðaratkvæði um Kárahnjúkavirkjun

29. janúar 2002: Útvarpsumræða um Kárahnjúkavirkjun
"Forseti Alþingis hefur fallist á beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um að efna til útvarpsumræðu nk. fimmtudag, 31. janúar, um tillögu VG um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hálendið norðan Vatnajökuls..."

29. janúar 2002: Þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúka

31. janúar 2002: Fásinna að vísa úrskurði Sivjar til dómstóla, segir Steingrímur Hermannsson


1. febrúar 2002: Þjóðin fái að láta í ljós álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu
"Skiptar skoðanir komu fram í umræðu um þingsályktunartillögu Vinstri grænna um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í gær..."

6. febrúar 2002: Ráðherra leggur fram frumvarp um virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka
"Iðnaðarráðherra lagði í morgun..."

13. febrúar 2002: Kárahnjúkavirkjun rædd á morgun
"Frumvarp iðnaðarráðherra..."

15. febrúar 2002: Umhverfisráðherra stefnt vegna úrskurðar um Kárahnjúkavirkjun
"Náttúruverndarsamtök Íslands hafa ásamt þremur einstaklingum stefnt umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, og fjármálaráðherra, Geir. H. Haarde, fyrir hönd íslenska ríkisins vegna úrskurðar umhverfisráðherra frá 20. desember sl..."

16. febrúar 2002: Stefna ráðherrum fyrir að heimila Kárahnjúkavirkjun
"Þrír einstaklingar og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa stefnt..."


22.
febrúar 2002: Uppblástur frá Hálslóni við Kárahnjúkavirkjun
"Landið sem er í hættu vegna virkjunarinnar, segir Stefán Aðalsteinsson, er á Vestur-Öræfum, austan Jökulsár á Brú og Hálslóns..."

22. febrúar 2002: Breytt skipulag vegna Kárahnjúkavirkjunar kynnt
"Samvinnunefnd miðhálendisins stóð fyrir opnum kynningarfundi í gær um tillögur að breytingum á staðfestu svæðisskipulagi hálendisins norðan Vatnajökuls vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem á að gilda til ársins 2015. Einnig var kynnt tillaga Landsvirkjunar um sérstakt svæðisskipulag virkjunarinnar... Samskonar fundur verður á Egilsstöðum nk. mánudagskvöld. Kynningarfundirnir eru liður í lögbundnu ferli áður en samvinnunefndin samþykkir formlega [eða hafnar?] fyrirliggjandi tillögu um skipulagsbreytingar. Taka breytingarnar einkum til orkuvinnslu, samgangna, náttúruverndar og ferðamennsku og eru í samræmi við úrskurð umhverfisráðuneytisins á mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar..."

27. febrúar 2002: Stuðningur eykst við Kárahnjúkavirkjun
"...ef marka má niðurstöðu könnunar Gallup janúar/febrúar sem skýrt er frá á vef Kárahnjúkavirkjunar..."

6. mars 2002: Námugröftur við Kárahnjúka

7. mars 2002: Helmingur fyrirtækja hyggst draga úr fjárfestingum

15. mars 2002: Norsk Hydro vill frestun á byggingu álvers

15. mars 2002: Breytt tillaga að svæðisskipulagi fyrir Kárahnjúkavirkjun kynnt
"Landsmönnum gefst nú kostur á að kynna sér breytta tillögu Landsvirkjunar að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Kárahnjúkavirkjun. Skipulagsstofnun auglýsir nú tillöguna og hægt er að kynna sér hana, m.a. á vef stofnunarinnar. Frestur til að skila inn athugasemdum til Skipulagsstofnunar er til 26. apríl 2002..."

19. mars 2002: Samfylkingin styður að virkjunin verði heimiluð

19. mars 2002: Kárahnjúkagildran
"Þar reynir á Alþingi, segir Hjörleifur Guttormsson, en einnig á þá Austfirðinga sem fram að þessu hafa ekki viljað horfast í augu við þá svikamyllu sem felst í uppsetningu NORAL-verkefnisins..."

21. mars 2002: Yfirgnæfandi líkur á að virkjun verði arðbær
"Að mati iðnaðarnefndar Alþingis eru yfirgnæfandi líkur á að Kárahnjúkavirkjun muni reynast Landsvirkjun arðbær. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar..."

23. mars 2002: Mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga
"Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir mjög mikilvægt að..."

23. mars 2002: Yfirlýsingin stöðvar ekki framkvæmdirnar
Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, segist óttast mest...

23. mars 2002: Vonbrigði með Norsk Hydro
"Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær..."

26. mars 2002: Þingmenn snúist gegn virkjun
"Sex náttúruverndarsamtök hafa skorað á alþingismenn að snúast gegn frumvarpi iðnaðarráðherra um virkjun Kárahnjúka og Kröflu..".

27. mars 2002: Frumvörp um Kárhnjúka og Kröflu verði dregin til baka
"Félag um verndun hálendis Austurlands, Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN)..."

30. mars 2002: Sérstök viðræðunefnd vegna álvers í Reyðarfirði skipuð
"Ákveðið hefur verið að skipa sérstaka viðræðunefnd til að fara yfir möguleika á nýjum samstarfsaðila í stað Norsk Hydro vegna byggingar álvers í Reyðarfirði. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði að..".


3. apríl 2002
Vinstri grænir vilja tryggja að umfjöllun um þingmál byggi á réttum upplýsingum

4. apríl 2002: Skoða á alla kosti og ekkert útilokað fyrirfram
"Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi iðnaðarráðherra, segist í samtali við Morgunblaðið vera bjartsýnn á að álver rísi á Austurlandi í framtíðinni..."

5. apríl 2002: Kárahnjúkafrumvarp að lögum í dag eða á morgun
"Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók fram að frumvarpið nyti stuðnings meirihluta Samfylkingarinnar..."

8. apríl 2002: Alþingi samþykkir að veita virkjanaleyfi við Kárahnjúka
"...Frumvarpið var samþykkt með 44 atkvæðum gegn 9 en tveir þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.
Allir viðstaddir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu og allir viðstaddir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs greiddu atkvæði gegn því. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu utan Katrín Fjeldsted sem sat hjá. Allir þingmenn Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu utan Rannveig Guðmundsóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir sem greiddu atkvæði gegn því. Það gerði Sverrir Hermannsson þingmaður Frjálslynda flokksins einnig en Guðjón A. Kristjánsson flokksbróðir hans sat hjá..."

19. apríl 2002: Fulltrúar ALCOA í kynnisferð hér ...

HaSt