Blaðagreinayfirlit
Maí 2004

Hálendið - Gengið um Kringsárrana, Kverkfjöll og Torfajökul: Undraveröld í óbyggðum Mbl. 1. maí 2004, bls. 33

1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands og Iðnnemasambands Íslands: Atvinna fyrir alla Mbl. 1. maí, bls. 62
"Samtök launafólks vara við óherftri alþjóðavæðingu og þeim áhrifum á kjör og réttindi verkafólks sem hún getur haft. Íslendingar hafa þegar kynnst þessu á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka."

Hálendisumferð - á hraðbraut eða malarvegi? Mbl. 4. maí, bls. 42, Bréf til blaðsins
Frá Ófeigi Gestssyni, Blönduósi: "Hálendi Íslands verði ekki lagt hraðbrautum. Viðhaldið ævintýrinu sem nú er að ferðast um vegarslóða, velja vað..."

Hitaveita Suðurnesja fær 3,5 milljarða að láni Mbl. 5. maí, bls. 13
"Lánið er tekið til að fjármagna hluta 100 MW virkjunar á Reykjanesi..."

Formaður Einingar-Iðju um tillögur um byggðaáætlun: Hefði viljað koma stóriðju framar í röðina Mbl. 5. maí, bls. 19
"Björn [Snæbjörnsson] sagði einhvers konar stóriðju í raun grundvallaratriði í eflingu Eyjafjarðarsvæðisins og nauðsyn til þess að tryggja verkafólki vinnu."

Erfðabreyttar lífverur, ný ógnun eða bjargvættur? Mbl. 5. maí, bls. 26, Umræðan
Guðfinnur Jakobsson bóndi fjallar um lífræna ræktun: "Eitt er víst að erfðabreyttum lífverum sem sleppt hefur verið lausum eða sloppið hafa verður ekki eytt, þær halda áfram að breiðast út um lífríkið allt, því hvorki er hægt að girða fyrir vatn og vinda, skordýr, né fugla himinsins"

[Minningargreinar um Má Haraldsson er lést 15. apríl 2004] Mbl. 5. maí, bls. 35
"Hann vissi að dýrmæti Þjórsárvera myndi aukast frá kynslóð til kynslóðar ef þeim yrði ekki spillt. Þegar hæst stóð lagði hann nótt við dag í baráttunni fyrir verndun þeirra."

Ítarlegri skilyrði sett fyrir virkjunum neðst í Þjórsá: Landsvirkjun segir skilyrðin viðunandi Mbl. 6. maí, bls. 8
"Þorsteinn [Hilmarsson] segir ekki liggja fyrir hvenær farið verði í þessar virkjanir. Úrskurðurinn sé í gildi í 10 ár og fyrir liggi vilji hjá Norðuráli og Alcan á suðvesturhorni landsins að auka framleiðslu sína. Engar samningaviðræður séu þó í gangi og ekkert liggi fyrir um þetta ennþá." ... "Nýja [flutnings]sviðið muni annast flutninga fyrir Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur á raforku til Norðuráls. Þess vegna þurfi að reisa raforkulínur frá Sultartangavirkjun niður í Þjórsá"

Landníðingar í landi Stóru-Merkur Mbl. 6. maí, bls. 44, Umræðan
Árni Alfreðsson, líffræðingur ættaður frá Stóru-Mörk, skrifar um umhverfismál: "Gerðu þeir aðilar, sem óskuðu eftir bættum vegi þarna inneftir [í Þórsmörk], sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem nauðsynleg eru til að leggja svona heilsársveg? Hvað er það sem réttlætir að leggja þetta svæði algjörlega í rúst?"

Norðurvegur yrði hrein viðbót Mbl. 6. maí, bls. 45, Umræðan
Bolli Valgarðsson skrifar um samgöngur: "Landsmenn hljóta að setja spurningarmerki við skynsemi þess að fyltja þjóðveginn upp í húsafell og Hallmundarhraun, að ekki sé talað um vatnasvæði Arnarvatnsheiðar."

Undrast tillögu um hálendisveg Mbl. 7. maí, bls. 37, Fréttir
"Hreppsnefnd Torfalækjarhrepps lýsir undrun sinni á framkominni þingályktunartillögu um lagningu á nýjum heilsárs hálendisvegi, "að mestu yfir óraskað land óbyggðanna norðan jökla", eins og segir í samþykkt hreppsnefndar."

Viljum við erfðabreytt matvæli? Verndun og ræktun VOR - félag framleiðenda í lífrænni ræktun, Neytendasamtökin og áhugahópur neytenda standa að málþingi... 8. maí kl. 13.30 - 16.30.
Mbl. 7. maí, raðauglýsing um málþing

Fyrstu skóflustungur teknar að stækkun Norðuráls á Grundartanga í gær: "Lítið og gott álver gert stærra og enn betra" Mbl. 8. maí, bls. 2
...Century Aluminum Company, nýjum eiganda Norðuráls...

Leiguíbúðir í Fjarðabyggð semja við KB banka um 1,4 milljarða fjármögnun: Fjármagna 104 leiguíbúðir á Reyðarfirði Mbl. 8. maí

Orkustefna Mbl. 8. maí, bls. 10, Úr borgarstjórn
"Borgarstjóri sagði að hann hefði farið á fund iðnaðarnefndar Alþingis á þriðjudag vegna undirbúnings sölu á eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun... Ábyrgðir: Ólafur F. Magnússon, F-lista, lagðist gegn því að borgarstjórn heimilaði Landsvirkjun að taka lán að fjárhæð 70 milljónir evra. Borgarbúar væru í miklum fjárhagslegum ábyrgðum vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar til frambúðar, jafvel þó hlutur Reykvíkinga yrði síðar seldur."

Grænir friðungar? Mbl. 8. maí. Viðhorfsgrein eftir Nínu Björk Jónsdóttur

Orkustofnun vinnur úr fimmtíu umsóknum um smávirkjanir. Um 200 slíkar virkjanir eru í notkun víða um land í dag Mbl. 9. maí, bls. 2

[Minningagreinar um Má Haraldsson] Mbl. 9. maí, bls. 42-43
"Það er meira en að segja það að halda staðfestu sinni gegn skipulagðri sókn ölfugra afla með, að því er virðist, ótakmörkuð fjárráð og mannafla og þar sem öllum úrræðum er beitt til að knýja eina niðurstöðu fram."

Á að búta Þingvallasvæðið sundur með hraðbrautum? Mbl. 9. maí, bls. 40-41, Skoðun
Eftir Pétur M. Jónasson. Höfundur er prófessor emeritus í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann hefur, ásamt 50 manna rannsóknarhópi, kannað Þingvallasvæðið í 3 áratugi, gefið út 2 bækur og á annað hundrað ritgerðir, svo að vatnasviðið er eitt af þeim best könnuðu á veraldarvísu. Höfundurinn hefur dvalið langdvölum á svæðinu frá 1922.

Úr bæjarlífinu - Blönduós eftir Jón Sigurðsson fréttaritara. Mbl. 11 maí
"Vegur yfir hálendið til að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur verið nokkuð ofarlega í umræðum manna við botn Húnafjarðar. Yfirleitt eru menn mótfallnir þessari hugmynd og telja hana skaða hagsmuni héraðsins, fjárhagslegar ávinning fyrir þjóðfélagið engan, jafnframt því að raksa ró hálendisins."

Fjöldi útboða á Austurlandi. Undirbúningur starfsmannaþorps vegna álversbyggingar kominn vel á veg Mbl. 11. maí, miðopnugrein með tveimur tölvumyndum frá Hönnun

Umhverfisnefnd vill að bráðabirgðaákvæðið falli brott Mbl. 12. maí, bls. 9
"Umhverfisnefnd Alþingis leggur til að umdeilt bráðabirgðaákvæði verði fellt brott úr frumvarpi til laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Í áliti nefndarinnar ... segir að frá því frumvarpið var lagt fram á Alþingi hafið orðið miklar deilur um bráðabirgðaákvæðið, en ákvæðið heimilar hækkun á núverandi stíflu við Laxárvirkjun að undangengnum ákveðnum skilyrðum."

Ádrepa um stjórnmál Mbl. 13. maí. Viðhorfsgrein eftir Gunnar Hersvein

Tilboð opnuð í stóriðjuhöfn á Reyðarfirði Mbl. 14. maí, bls. 24, Austurland

Ber allt að sama brunni Mbl. 14. maí, bls. 24, Austurland
"Það er skammt stórra högga á milli í uppbyggingunni eystra. Tilboð í stóriðjuhöfnina á Reyðarfirði opnuð í gær, byggja á fjórar blokkir í bænum á næstu mánuðum og verið að hefjast handa um byggingu fyrsta hluta starfsmannaþorps Fjarðaáls skammt frá þéttbýlinu."

Grillir vart í gamla Sómastaðabæinn Mbl. 14. maí, Reyðarfjörður
"Verið er að reisa spennistöð í um 50 m fjarlægð frá gamla Sómastaðabænum og hefur vakið kurr meðal ýmissa hversu nálægt bænum hún á að standa. Sómastaðabærinn var byggður árið 1875 og gerður upp fyrir að verða áratug. Hann er friðaður og tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafns. Engin lóð fylgir húsinu og því þótti ekki ástæða til að tilkynna Húsafriðunarnefnd eða Þjóðminjasafni um staðsetningu spennistöðvarinnar..."

Virkjunarsamningur samþykktur Mbl. 17. maí
"Samningur Samtaka atvinnulífsins og Landsvirkjunar við ASÍ, Starfsgreinasambandið, Samiðn og Rafiðnaðarsamband Íslands um kaup og kjör við virkjunarframkvæmdir var samþykktur í atkvæðagreiðslu."

Orkuverð til HAW-álversins hækkar Mbl. 17. maí
"Störf í þýskum áliðnaði eru í hættu vegna yfirvofandi hækkunar orkuverðs, að mati þýska álversins Hamburger Aluminium-Werk, HAW. Orkusamningi fyrirtækisins hefur verið rift frá 30. september nk. þar sem það vildi ekki fallast á hækkun. ... Talsmaður rafveitunnar sem HAW skiptir við, en hún er hluti af sænsku Vattenfall-samsteypunni, segir verðið þurfa að endurspegla kostnað rafveitunnar, hún geti ekki niðurgreitt framleiðslu álversins. HAW framleiðir árlega um 130 þúsund tonn af áli. Það er í eigu Norsk Hydro, Alcoa og Austria Metall. Norsk Hydro eignaðist hlut sinn í HAW þegar fyrirtækið yfirtók þýska álframleiðandann VAW Aluminium fyrir tveimur árum og leiddi sú fjárfesting til þess að hætt var við fjárfestingu Hydro í Reyðaráli."

Hönnun Hellisheiðarvirkjun að ljúka Mbl., baksíðu, með tölvumynd frá Tark-Teiknistofunni

Afkoma RARIK versnar um 224 milljónir Mbl. 18. maí

Kvikmyndahátíð Landverndar: Náttúra Íslands í lifandi myndum Mbl. 20 maí, bls. 8

Virkjunarsamningur: Íslenskir starfsmenn óánægðir Mbl. 20. maí, bls. 8
"Íslenskir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun eru óánægðir með að útlendingar, sem starfa langflestir í stuttan tíma við virkjunarframkvæmdir, í 3-6 mánuði, hafi greitt atkvæði um virkjunarsamninginn og njóti sönu réttinda og þeir íslensku starfsmenn sem muni starfa skv. samningnum næstu fjögur árin."

70 milljónum úthlutað úr Pokasjóði Opnuauglýsing Mbl. 20. maí
"Frá upphafi hefur Pokasjóður úthlutað 370 milljónum"

Erlendir iðnaðarmenn réttindalausir að mati Samiðnar: Einn trésmiður með réttindi við Kárahnjúka Mbl. 21. maí, bls. 4

Taka þarf mið af umhverfinu þegar markmiðin eru sett Mbl. 22. maí, miðopnu
Eftir James D. Wolfensohn "Við vitum að ef hagvöxturinn næst ekki með sjálfbærri þróun verða afleiðingarnar hrikalegar - fyrir alla sem búa á plánetu okkar"

Fátækum getur fækkað um helming - aftur Mbl. 22. maí, miðopnu
Eftir François Bourguignon "Til að tryggja þann hagvöxt sem nauðsynlegur er til að draga úr fátæktinni þurfa þróunarlöndin að fá aðgang að erlendum mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir sínar, framleiðsluvörur og þjónustu."

Hið fokdýra fiðlugramm Mbl. 23. maí, baksíða
"Óhætt er að segja að undurfagrir tónar fiðlunnar hans Hjörleifs Valssonar hafi snert einhverja strengi í aðkomugöngum Kárahnjúkavirkjunar... Tilefnið var að Lýsing hafði á dögunum fjármagnað bæði eftirlíkingu af Stradivarius-fiðlu fyrir Hjörleif og þrjá risabora fyrir ítalska verktakann Impregilo, Risaborar Impregilo eru keyptir frá fyrirtækinu Robbins í Bandaríkjunum og fleiri kílómetrar hafa verið boraðir með þessari tegund bora en nokkrum öðrum borum í heiminum."

Landverðir deildu við Ferðafélag Akureyrar Mbl. 25. maí bls. 2
"Dagný segir samskiptin við FFA hafa einkennst af valdhroka. "Mér er spurn hvaða tangarhald FFA hefur á Umhverfisstofnun. Af hverju ráða þeir hverjir eru ráðnir hjá ríkisstofnun?"

Alcoa byggir álver á Trinidad Mbl. 25. maí, bls. 12, Viðskipti
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að byggja eins milljarðs dollara álver á Trinidad, eyríki í Karíbahafi norðaustur af Venesúela. ... Álverin tvö [með Reyðarfirði] verða þau fyrstu sem Alcoa byggir frá grunni á síðustu 20 árum. Alcoa rekur nú 28 álver víðs vegar um heiminn, 9 súrálsvinnslur og tvær baxítnámur. Í athugun hjá fyrirtækinu eru einnig verkefni í Kína, Brunei, Bahrain, Brasilíu og Kanada.
Álverið á Trinidad mun framleiða 250. 000 tonn af áli árlega og er að 60% í eigu Alcoa og 40% í eigu heimamanna. heimsframleiðsla á áli hefur vaxið síðustu fimm ár í 30,4 milljónir tonna árið 2003, sem 20% aukning ársframleiðslu frá 1999. Álverð hækkaði um 30% á síðasta ári en búist er við að framboð minnki á þessu ári og því næsta."

Mátti engu skeika í borun Mbl. 26. maí, bls. 6 með ómerktri tölvumynd
Myndatexti: "Sniðið sýnir aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar liggja lóðrétt niður að væntanlegri stöðvarhússhvelfingu og tengd göng út úr Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Mjög vel tókst til við borun ganganna."

Segir landvörðum refsað fyrir að flagga í hálfa stöng: Fráleit umræða, segir umhverfisráðherra Mbl. 26. maí, bls. 10

Ögmundur Jónasson segir viðbrögð Umhverfisstofnunar í máli landvarðanna mjög alvarleg: "Verið að reyna að drepa þessu máli á dreif" Mbl. 26. maí, bls. 10

Yfirlýsing frá Björk Bjarnadóttur landverði Mbl. 26. maí, bls. 10
"Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að forsvarsmenn Umhverfisstofnunar blandi sér í opinbera umræðu, en óskandi væri að það yrði framvegis gert til að styðja við bakið á starfsfólki en ekki til að níða niður æru þess."

Barátta umhverfissinna skilaði árangri: Virkjunin varð þjóðgarður Mbl. 27. maí, bls. 8
"Ég frétti að þú hefðir farið austur á land. Hvernig líst þér á fyrirhugaða virkjun og álver í Reyðarfirði?" [Dr. Louise Crossley:]"Já, ég verð að segja að ég varð fyrir algjöru sjokki. Að fórna svona miklu fyrir svona lítið er eins og að nota hamar á valhnetu. Ef við stæðum frammi fyrir því á Tasmaníu að þurfa að skapa 450 ný störf myndum við byrja á því að komast að því að kostnaðurinn við að skapa eitt nýtt starf við virkjana- og álversframkvæmdir næmi 100.000 dollurum (um 7 milljónir ísl. kr.). Síðan myndum við velta því fyrir okkur hvaða leiðir væru færar til að skapa ný störf með ódýrari hætti og komast að því að hægt er að skapa fjölmörg spennandi störf fyrir aðeins 10.000 dollara á starf."

Yfirlýsing frá Umhverfisstofnun: Harmar umræðu síðustu daga Mbl. 27. maí, bls. 51, Fréttir
"Vegna umræðna um málefni landvarða í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju."

Námsstyrkir Landsvirkjunar afhentir í fyrsta sinn Mbl. 28. maí, bls. 49, Fréttir
"Samkvæmt ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar voru 3 milljónir króna til ráðstöfunar og ákvað dómnefnd að veita sex styrki að upphæð 400-600 þúsunda króna hver."

Leiðangur um lífið Heilsa 29. maí, tímarit um heilsu og lífstíl (dreift með Mogga)
Myndatextar: "Við "Rauðuflúð" í Jöklu, Jóga á Kringilsárrana, Kverkfjöll í baksýn, Við upptök Kverkár í lok góðrar ferðar um undraveröld Jöklu og Kringilsárrana. Snæfell í baksýn, Kolmórauð Jökla, Hreindýrstarfur í Brúardölum, Ásta og Ósk við Töfrafoss í Kringilsá, Horft ofan í svelg á Brúarjökli, Kverkfjöll séð frá Grágæsadal, hraukar í Kringilsárrana."

Elísabet lifnar við Mbl. 30. maí, bls. 26-27 Elísabet Kristín Jökulsdóttir - grein

HaSt