Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar eftir fullnaðarúrskurð umhverfisráðherra til atkvæðagreiðslunnar um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi landsmanna

Umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarpsins

 

Samkvæmt yfirliti frá Ríkisútvarpinu yfir umfjöllun sjónvarpsumræðuþáttarins Kastljóss um Kárahnjúkavirkjun. Það fundust 10 þættir þar sem minnst var á málið.

2000
Einn þáttur var 24. maí árið 2000. Þá var umfjöllun í seinni hluta þáttarins.

Þrír þættir voru árið 2001

Heill þáttur 11. júní 2001 með Kristínu Einarsdóttur frá Landvernd og Sigurði Arnalds frá LV.
22. júní 2001 imprar Ólafur F. Magnússon á Kárahnjúkavirkjun. En aðallega er talað um miðborg Reykjavíkur.
1. ágúst 2001 kemur úrskurður Skipulagsstofnunar. Allur þátturinn það kvöld með Friðriki Sophussyni, Sigurði Arnalds, Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur og Árna Finnssyni.

Fjórir þættir árið 2002

Allir í desember. Þrír í röð 9., 10. og 11. desember 2002. Einn unninn (standup) þáttur í umsjón Björns Malmquist.

Athygli vekur að ENGINN ÞÁTTUR er eftir úrskurð umhverfisráðherra fram að jáyrði Alþingis. Reyndar enginn fyrr en 9. desember 2002!

2003
Það sem af er ársins 2003 : tveir þættir. Fyrri hluti þáttar 7. janúar 2003 með formanni nefndar sem fór yfir arðsemismat Landsvirkjunar.
24. ágúst 2003 er umræða í hluta þáttarins um kjör og aðbúnað starfsmanna Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu.

Ekki fékkst svar frá Stöð 2 um umræðuþætti um Kárahnjúkavirkjun. Mín tilfinning er að ekki einn einasti þáttur af "Íslandi í bítið" eða "Íslandi í dag" hafi orðið að umræðuþætti um Kárahnjúkavirkjun, þ.e.a.s. manna með og á móti. Ég man eftir einum þar sem Elísabet Jökulsdóttir mætti í viðtal seint á árinu 2002...

Enginn Kastljósþáttur frá 20. desember 2001 (fullnaðarúrskurður umhverfisráðherra) til atkvæðagreiðslunnar á Alþingi 8. apríl 2002...