Blaðagreinayfirlit
Júní 2004

Álver í Evrópu hafa áhyggjur af áhrifum viðskipta með mengunarkvóta: Orkukostnaður álvera gæti aukist um 43 milljarða. Kyoto-bókunin talin hafa skaðleg áhrif á íslensk álver til lengri tíma litið [!] Mbl. 1. júní, bls. 6

Aðalfundur Landverndar vill breyta stjórnarskránni: Stjórnarskrárákvæði verði sett um umhverfisvernd Mbl. 1. júní, bls. 29
Myndi leiða til vandaðri ákvarðanatöku
"Aðalheiður Jóhannsdóttir, lektor í umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands, telur að gera megi ráð fyrir því að ákvæði í stjórnarskrá Íslands sem ætlað væri að tryggja umhverfisvernd og rétt almennings til umhverfis að ákveðnum gæðum, myndi leiða til vandaðri og yfirvegaðri ákvarðanatöku stjórnvalda varðandi framkvæmdir sem hafa óafturkræf áhrif á umhverfi og náttúruauðlindir."

Hálendisvegur norður heiðar Egill Egilsson eðlisfræðingur skrifar um samgöngumál Mbl. 2. júní, bls. 32

Hlaut viðurkenningu fyrir framlag til náttúruverndar Mbl. 3. júní, bls. 4
"... að Elin [Pálmadóttir] hefði starfað mikið á sviði náttúruverndar á Íslandi, og til dæmis verið varaformaður Náttúruverndarráðs um margra ára skeið. Hún hefði einnig haft veg og vanda af samráði sveitarfélaga um stofnun Reykjanesfólkvangs og Bláfjallafólkvangs á áttunda áratugnum. Þar að auki hafi Elín skrifað fjölda blaðagreina um náttúru Íslands og þannig vakið umræðu um náttúruvernd á Íslandi."

Eignarhald á Vatnajökli norðanverðum óljóst segir umhverfisráðherra en heimamenn vísa því á bug: Tekist á um jarðamörk að Vatnajökli Mbl. 4. júní, bls. 24

Samkomulag við heimamenn um Norðlingaölduveitu Mbl. 4. júní, bls. 6
"Innst inni erum við ekki sátt við þessa niðurstöðu en eftir mikil fundahöld varð að komast að einhverju samkomulagi. Þegar skekkja kom í hæðarmælingar á lóninu varð ljós sú staða að Eyvafenið sleppur nær alveg. Að þvi fengnu féllumst við á að setja framkvæmdina inn á skipulag," segir Aðalsteinn [Guðmundsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps], sem vonast þó til að eftir fjögur ár verði Norðlingaölduveita óþörf."

Maður - nýting - náttúra Bergþóra Sigurðardóttir læknir skrifar um nýtingu náttúruauðlinda Mbl. 6. júní, bls. 34-35

Alþjóðleg ráðstefna um endurnýjanlega orku var haldin í Bonn: Ísland styrkir nýtingu jarðvarma í Afríku Mbl. 6. júní [mynd af Valgerði Sverrisdóttur fylgir fréttinni]

Áformuð rafskautaverksmiðja á Katanesi: Jákvæð þjóðhagsleg áhrif Mbl. 7. júní, bls. 10

Harmur Umhverfisstofnunar Ögmundur Jónasson skrifar um svokallað fánamál Mbl. 8. júní, bls. 26-27

Viljayfirlýsing um virkjun Skjálfandafljóts. Þingeyjarsveit í samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur og Norðurorku Mbl. 9. júní, bls. 6

Umhverfisráðherra fór í þriggja daga rannsóknarleiðangur upp á Vatnajökul: Búist ver við gosi innan tveggja ára í Grímsvötnum Mbl. 10. júní, bls. 6

Námskeið í borgaralegri óhlýðni Mbl. 11. júní, bls. 47

Áhrif álvers í Fjarðabyggð krufin til mergjar Mbl. 13. júní, bls. 23
"... er nú verið að koma á fót tveimur samráðshópum með fulltrúm fjölbreytts hóps hagsmunaaðila. "Annað er samstafsverkefni Landsvirkjunar og Alcoa og er hlutverk hópsins að skilgreina mælikvarða til að hægt sé að mæla þau áhrif sem virkjunin, flutningslínurnar og Fjarðaál munu hafa á samfélagið, efnahaginn og náttúrulega umhverfið á svæðinu," segir Hrönn [Pétursdóttir, starfsmanna- og kynningarstjóri hjá Fjarðaáli]. "Stefnt er á að þessi hópur skili af sér í október. Hinn hópurinn er settur af stað að fengnu samráði við Fjarðabyggð og samanstendur af fulltrúum ýmissa hagsmunaaðila úr sveitarfélaginu. Sá hópur hefur það hlutverk að meta þau áhrif sem tilvist Fjarðaáls mun hafa á sveitarfélagið, finna hvar málin og tækifærin eru og vinna hugmyndir að því hvernig við getum tekið á þessum málum saman á sem bestan hátt. Sá hópur mun væntanlega starfa til frambúðar..."

Raðauglýsing frá Skipulagsstofnun um að losun Fjarðaáls á jarðveg á land Hólma, Fjarðabyggð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Stjórnarskráin og íslenska vorið Eftir Ragnar Aðalsteinsson lögmann Mbl. 13. júní, bls. 42-3, Skoðun
"Undanfarnar vikur haf verið tími vorleysinga, sem hafa leyst þjóðina úr klakaböndum pólitískrar frosthörku."

Molinn [verslunarmiðstöð] rís á Reyðarfirði Mbl. 13. júní

Forstjóri OR um virkjun Skjálfandafljóts: Vilja auka hlut vatnsaflsvirkjana í kerfi OR Mbl. 14. júní, bls. 4

Forstjóri Alcoa um Vatnajökulsþjóðgarð: Fagnar skýrslu um þjóðgarð Mbl. 16. júní, bls. 10

Þjóðgarður norðan Vatnajökuls Steingrímur J. Sigfússon skrifar um tillögur um stofnun þjóðgarðs Mbl. 17. júní, bls. 37, Umræðan
"Höfuðstóllinn, sem fólginn er í því sem eftir er af ósnortinni náttúru landsins, ekki síst hinum víðáttumiklu hálendissvæðum og víðernum sem við höfum enn í höndum okkar til að varðveita í stað þess að spilla, er í gæslu okkar allra."

Stærsti skjálfti í Kverkfjöllum í þrjú ár Mbl. 19. júní, bls. 2

Fimmtíu og fimm sendiherrar hjá Impregilo Mbl. 20. júní, bls. 2
"Jarðskjálftakippur af stærðinni 3 til 3,2 stig á Richter varð í Kverkfjöllum í norðanverðum Vatnajöökli í fyrrinótt, sá stærsti á þessum slóðum í þrjú ár. ... Aðrir skjálftar sem orðið hafa í Vatnajökli síðustu vikur eru langflestir í vestanverðum jöklinum, alls á þriðja tug skjálfta, frá Kistufelli og suður að Þórðarhyrnu, auk nokkkurra ísskjálfta í Skeiðarárjökli."

Orkuveita Reykjavíkur og umhverfismál Eftir Jón Arnar Sigurjónsson hjá gæða- og umhverfismálum Orkuveitu Reykjavíkur Mbl. 20. júní, bls. 35, Skoðun

Skipulagi í Villinganesi verði frestað. RARIK heldur fast við að reisa Villinganesvirkjun Mbl. 21. júní, forsíðu
"... áform um að virkja Héraðsvötn. Hugmyndir um virkjun við Villinganes hafa verið uppi allt frá árinu 1973, en núverandi meirihluti sveitarstjórnarinnar vill falla frá virkjunaráformum. ... Meirihluti sveitarstjórnarinnar, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna mynda, hefur verið andvígur virkjunaráformunum og m.a.a vísað til þess að gljúfur Eystri og Vestari Jökulsár myndu fyllast af vatni, flúðasiglingar leggjast af og hagsmunir ferðaþjónustu í Skagafirði skerðast."

Ekki einhugur um frestun virkjana í Skagafirði Mbl. 22. júní, bls. 4
"Bullandi ágreiningur sé um ákveðna kafla hennar, einkum um virkjanir, og þannig vilji fulltrúar Framsóknarflokksins virkjanirnar inn á aðalskipulag."

Ný jarðalög taka gildi um næstu mánaðamót: Ættaróðölum verður útrýmt. Forkaupsréttur sveitarfélaga afnuminn Mbl. 23. júní

Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: Öll landnýting grundvallist á skipulagsáætlunum Mbl. 23. júní "Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson..."

Hagnýt bók um göngur í óbyggðum Mbl. 23. júní, bls. 9 "Jón Gauti Jónsson..."

Náttúruperlur sem vert er að heimsækja Frá Hrefnu Guðmundsdóttur, upplýsinga- og fræðslustjóra hjá Umhverfisstofnun Mbl. 23. júní, Bréf til blaðsins
[millifyrirsagnir: Fjórir þjóðgarðar, Verndun náttúrulegra svæða, Tjaldaðstaða, Landverðir, Göngustígar og merkingar, Gönguferðir, Gestastofur]

Rífa á fyrrverandi hús Landssímans við Sölvhólsgötu í Skuggahverfinu: Rýmt fyrir væntanlegum stjórnarráðsbyggingum [fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti] Mbl. 24. júní, bls. 4

Raðauglýsing frá Hitaveitu Suðurnesja hf. vegna byggingar 100 MW raforkuvers á Reykjanesi. Mbl. 24. júní

Spænska ríkisstjórnin tekur af skarið: Hætt við umdeilda vatnsveitu Mbl. 25. júní, bls. 17
"Ríkisstjórn sósíalista á Spáni hefur ákveðið að leggja til hliðar mjög umdeilda áætlun um gríðarmikið kerfi til að flytja vatn frá norðri til suðurs. ... Í stað vatnsveitunnar hyggjast stjórnvöld byggja 15 sjóeimingarstöðvar, sem hreinsa salt úr sjó og gera vatnið hæft til notkunar og neyslu, meðfram austurströndinni. ... Stjórn Aznars áætlaði að kostnaðurinn við vatnsveituna yrði rúmir 350 milljarðar króna. Eimingarstöðvarnar munu kosta minna, trúlega rétt rúma 300 milljarða, og hyggjast stjórnvöld leita eftir fjárveitingu frá Evrópusambandinu sem neitaði að koma að fyrri áætluninni."

Íbúar sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði kjósa um sameiningu Mbl. 25. júní, miðopna

Raðauglýsing frá Skipulagsstofnun um athugun stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfjarðarhreppi í Hvalfirði. Kynningartími 25. júni - 6. ágúst 2004. Mbl. 25.júní

Óraunhæf skautkolaverksmiðja? Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur skrifar um iðnaðarframleiðslu Mbl. 26. júní, bls. 30
"Hugmyndir um skautkolaverksmiðju á Katanesi út frá hönnun R&D Carbon hefur einn stóran annmarka: gegnið er út frá olíu en ekki gasi til að forbaka rafskautin. Flestir nota olíugas eða jarðgas, sem hagkvæmast samanber stærstu skautkolaverksmiðju heims, Aluchemie í Rotterdam, sem Alusuisse reisti á sínum tíma til að sjá sínum litlu álverum fyrir forbökuðum rafskautum. Þá er annar hængur á þessum áformum: Markaðurinn á að vera 85% innanlands, sem gæti gengið, ef Alcan, Alcoa og Century Aluminum ættu verksmiðjuna saman og sættu sig við afurðaverða hennar. Þetta er ekki auðvelt að sjá gerast, þar sem Alcan á nú í Aluchemie og þetta myndi geta heft eða verið neikvætt varðandi fjármagnsflutninga allra fyrirtækjanna. Rafskautaverksmiðja á Íslandi yrði mjög hagkvæm yrði rafmagn notað eingöngu til forbökunar rafskautanna."

Tvö tilboð í byggingu tengivirkis Mbl. 27. júní, bls. 4
"Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 682 milljónir króna. Tvö tilboð bárust, frá Fosskrafti sf. að upphæð rúmar 473 miljjónir og Keflavíkurverktökum hf. að upphæð rúmar 457 milljónir króna.

Iðnaðarumsvifin knýja hagvöxtinn Bjarni Jónsson verkfræðingur fjallar um efnahagsmál Mbl. 28. júní, bls. 23

Líklegt að A.-Hérað, N.-Hérað og Fellahreppur sameinist: Fljótsdælingar felldu sameiningu Mbl. 28. júní

Fljótsdælingar felldu sameiningu Mbl. 28. júní, baksíða

Raðauglýsing frá Skipulagsstofnun um mat á umhverfisáhrifum / matsskyldu framkvæmda: Stækkun Lagarfossvirkjunar á Austur-Héraði og Þorskeldi allt að 1.400 tonn á ári í sjókvíum í Eskifirði og Reyðarfirði, Fjarðabyggð - ekki háðar mati á umhverfismatsáhrifum Mbl. 28. júní

Súrálsskip strandaði utan við Straumsvík Mbl. 28. júní, baksíða
"Skipið, sem er 21.968 brúttótonn og 193 metrar á lengd, var að koma frá Bandaríkjunum með 45 þúsund tonn af súráli sem flytja átti til Straumsvíkur, þegar það tók niður. Í skipinu eru 456 rúmmetrar af svartolíu, 52 rúmmetrar af dísilolíu og 31 af smurolíu."

Annar risaborinn í notkun Mbl. 30. júní

Losun koltvísýrings á Íslandi tíu sinnum meiri en heimsmeðaltal Mbl. 30. júní, forsíðu
"Árið 2003 voru flutt inn 770.000 tonn af olíuafurðum fyrir um 17 milljarða króna."

HaSt