Hálendi Íslands: Fjársjóður þjóðarinnar
Bæklingur gefinn út af forsætisráðuneytinu í janúar 1999

hér koma nokkur gullkorn:

.....
Miðhálendi Íslands er fágæt náttúruauðlind. Sífellt færist í vöxt að ferðamenn, innlendir og erlendir, njóti hálendisins á ferðalögum og uni sér fjarri mannvirkjum í námunda við tignarleg náttúruöfl. Að sama skapi býr í óbyggðum Íslands önnur auðlegð sem miklu máli skiptir að nýtt sé af skynsemi og gát til atvinnusköpunar og hagsældar fyrir þjóðina alla.
.....
Ýmis af merkustu náttúrufyrirbærum hálendisins eru vernduð samkvæmt náttúruverndarlögum. Þar eru sérstök friðlönd og friðlýst náttúruvætti, auk þess sem fleiri svæði og náttúrufyrirbæri eru á náttúruminjaskrá. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda og almennings á næstu árum er að samræma frekar sjónarmið um náttúruvernd og nýtingu þessara svæða bæði til umferðar og nýtingar auðlinda í atvinnuskyni.
.....
Víðerni eins og miðhálendi Íslands eru nú óvíða annars staðar til í Evrópu nema helst í norðanverðri Skaninavíu en í þessu felst einmitt helsta sérstaða þessa svæðis. Nefnd skipuð af umhverfisráðherra hefur nýlega lagt fram álit sitt varðandi skilgreiningu á því hvað teljast vera ósnortin víðerni, sem er grundvöllur þess að hægt sé að vernda þau. [úúúúú!]
.....
Mörg merkustu náttúrufyrirbæri hálendisins eru vernduð samkvæmt náttúruverndarlögum, en um 10% hálendisins eru friðuð. Skaftafellsþjóðgarður nær t.a.m. inn á Vatnajökul. Sérstök friðlönd eru átta talsins: Geitland, Þjórsárver, Herðubreiðar-friðland, Hvannalindir, Kringilsárrani, Lónsöræfi, Esjufjöll í Vatnajökli, og friðland að Fjallabaki (Landmannalaugar og nágrenni). Friðlýst náttúruvætti eru fjögur: Askja, Hveravellir, Lakagígar og hraunhellirinn Jörundur. Auk þess eru fjölmörg svæði og náttúrufyrirbæri á miðhálendinu á náttúruminjaskrá. Þá er Skútustaðahreppur friðlýstur með sérlögum en hreppurinn tekur yfir stóran hluta hálendisins norðan Vatnajökuls.

.....