Álbræðsla er orkufrekur iðnaður


Landsvirkjun
seldi 5.222 gígavattstundir (af 7.173) til stóriðju árið 2002

mikill vill meira: orkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar (690 megavött) áætluð um 4.460 gígavattstundir...

Alcan Straumsvík: Losun lofttegunda; brennisteinsdíoxíð (S02): umfang brennisteinsdíoxíðismengunar frá álverksmiðjunni (1990-2004); meðallosun um 14 kg/áltonn; viðmiðunarmörk í starfsleyfi 21 kg!! Um 500 manns vinna í álverinu í Straumsvík; ársframleiðsla 178.000 tonn af áli.
Fyrirhuguð stækkun í tveimur áföngum, 330 og 460 þús. tonn af áli; Núpsvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í Þjórsá við Núp og Urriðafossvirkjun (samtals allt að 300 MW) eiga að svara orkuþörfinni vegna (fyrri) stækkunar

Norðurál Grundartanga: Losun lofttegunda; brennisteinsdíoxíð (S02): umfang brennisteinsdíoxíðismengunar frá álverksmiðjunni; meðallosun 8,3 kg/áltonn (2000), 8,55 (2001), 8,66 (2002), 7,5 (2003); viðmiðunarmörk í starfsleyfi 21 kg!! Um 200 manns vinna í álverinu á Grundartanga; ársframleiðsla 90.000 tonn af áli.
Fyrirhuguð stækkun í tveimur áföngum, 180 og 300 þús. tonn af áli; virkjun Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi (80 MW) og virkjun Orkuveitunnar á Hellisheiði (80 MW) eiga að svara orkuþörfinni vegna (fyrri) stækkunar

Umhverfisstofnun: Hnattræn mengun

Sjálfbær þróun
fullnægir þörfum nútímans án þess að stofna í hættu getu komandi kynslóða til að fullnægja sínum

Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) starfandi frá 1988; sjá svar Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi við upphaf álvæðingar Íslands (álbræðsla í Straumsvík frá 1974, álbræðsla á Grundartanga frá 1998).
MIL fer yfir til Landsvirkjunar með 10 milljóna heimanmund og fjóra starfsmenn. Saman munu Landsvirkjun og ráðuneytið þó vinna áfram að: könnun á uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Norðurlandi og uppbyggingu rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði. Á afrekaskrá: stækkun álverksmiðju Alcan í Straumsvík, bygging álvers Norðuráls á Grundartanga og fyrirhuguð bygging álvers Alcoa í Reyðarfirði. Mogginn 29. ágúst 2003, bls. 8

NEW JET, NEW PHILOSOPHY. From supplies to technology, it's an original HaraldNet 17.12. 2003
"The 7E7 will be the first commercial jet made primarily from composites, rather than aluminum." (Plast í stað áls í Boeing 7E7)

Íslenska ákvæðið samþykkt í Marrakesh. Íslenska ákvæði Kyoto-bókunar mikilvægt stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda mbl.is 10. nóvember 2001

Upprifjun sögu íslenska ákvæðisins á mbl.is 10. nóvember 2001:
"1997: Á síðustu stigum aðildarríkjaþings loftslagssamningsins í Kyoto í Japan var ákvæðið sett fram að frumkvæði sendinefndar Íslands.
1998: Útfærsla hófst á aðildarríkjaþinginu í Buenos Aires í Argentínu en ekki var reiknað með að ákvæðið yrði afgreitt.
1999: Tæknileg umræða hélt áfram á þingi lofts 2000:lagssamningsins í Bonn í Þýskalandi og komst ákvæðið meira inn í pólitíska umræðu.
Fór í gegnum vísinda- og tækninefnd loftslagsráðstefnunnar í Haag í Hollandi, þeirrar sjöttu í röðinni, og var tilbúið til lokaumfjöllunar á næsta ráðherrafundi samningsins ásamt 1.600 málum úr öðrum undirnefndum.":
"2001: Ráðherrafundur í Bonn í júlí gekk frá samkomulagi um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar og íslenska ákvæðið var þar á meðal. Beðið var með lokaafgreiðslu til næsta aðildarríkjaþings.
2001: Ákvæðið samþykkt við lokaafgreiðslu á sjöunda aðildarríkjaþinginu í Marrakesh í Marokkó 10. nóvember."

Íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar mbl.is 10. nóvember 2001
"Gerð er krafa um að notuð sé endurnýjanleg orka, notkun hennar leiði til samdráttar í losun hnattrænt, besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar í framleiðslunni. Nær aðeins til smáríkja sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna árið 1990. Ísland losar á milli 0,01 og 0,02%." ... "Gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að staðfesta Kyoto-bókunina. Felur í sér þak á heildarundanþágu vegna stóriðjulosunar hérlendis. Þakið miðast við 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi. Undir þessu þaki er svigrúm fyrir þá stóriðju sem risið hefur frá 1990 og er til skoðunar, sbr. stækkun ÍSAL [nú ALCAN], stækkun Járnblendiverksmiðjunnar, stækkun Norðuráls og fyrirhugaða álverksmiðju á Reyðarfirði. Markmið íslenska ákvæðisins er að aukning losunar gróðurhúsalofttegunda á árunum 20082012 fari ekki yfir 10% af losun landsins árið 1990, sem var þá tæpar þrjár milljónir tonna koltvísýrings. Til að uppfylla Kyoto-bókunina, án tillits til ákvæðisins, mega Íslendingar ekki losa meira en 3,3 milljónir tonna á ári 20082012."


Framtíðarhugmynd 1994...

(uppfært 8. ágúst 2005)