2000 Kárahnjúkavirkjun mallar í stóriðjuátt

Bráðabirgðaákvæði II
Í ákvæði til bráðabirgða II við gömlu lögin um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993 segir að framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Fram til 1999 smugu virkjunarframkvæmdir í gegn án umhverfismats í skjóli bráðabirgðaákvæðis. Þetta átti við um stækkun Blöndulóns, aukningu í Búrfellsstöð, fimmta áfanga Kvíslaveitu og Kröfluvirkjun (1995), framkvæmdir við Nesjavallavirkjun (1996), framkvæmdir í Svartsengi vegna orkuvers 5 (1997) og í þennan pakka vildi umhverfisráðuneytið o.fl. smeygja Fljótsdalsvirkjun árið 1999...

mbl.is 14. febrúar 2000: Umhverfisvinir afhentu undirskriftir ríflega 45.000 Íslendinga

mbl.is 4. mars 2000: Ný skýrsla um umhverfismat á álveri lögð fram í apríl

mbl.is 4. apríl 2000:
Dánarvottorð á framkvæmdir ekki gefið út
Fjölmenni var á opnum kynningarfundi um nýja stöðu í orku- og stóriðjumálum á Austurlandi sem fram fór á Egilsstöðum á sunnudagskvöld.

mbl.is 5. apríl 2000: Athugun á umhverfisáhrifum háspennulína frá Fljótsdal

mbl.is 12. maí 2000: Umhverfismat á Kárahnjúkavirkjun hafið
Ákveðið hefur verið að Hönnun hf. verkfræðistofa hafi, fyrir hönd Landsvirkjunar umsjón með lögformlegu mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Kárahnúkavirkjunar. Verið er að vinna að matsáætlun í samræmi við lög sem væntanlega verða afgreidd á Alþingi næstu daga en sjálf rannsóknarvinnan er í raun hafin og verður haldið áfram í sumar og haust. Ætlunin er að ljúka sjálfri matsskýrslunni í lok þessa árs.

22. febrúar - 13. maí 2000: Umræður á Alþingi fyrir lagasetningu um LÖG um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 (fyrri lög frá 1993). Íslensk stjórnvöld neyddust til að breyta umhverfismatslögunum vegna tilskipunar Evrópusambandsins 97/11/EB um breytingu á tilskipun 95/337/EBE.

Bráðabirgðaákvæði I
Enn var bráðabirgðaatkvæðið í nýju lögunum: "framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 [eru] ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum séu þær hafnar fyrir árslok 2002".

Ekki þótti þó verjandi að skella Kárahnjúkavirkjun í gegn án umhverfismats - í staðinn eru engu líkara en að mat á umhverfisáhrifum hafi verið framkvæmt til málamynda eða formsins vegna, þ.e. að úrskurðurinn væri aukaatriði. Margt bendir til að stjórnvöld hafi aldrei gert ráð fyrir hamlandi úrskurði er tefði stórkallalega framkvæmdagleði stjórnarherra í stóriðjuátt.

14. júlí 2000: TILLAGA AÐ MATSÁÆTLUN KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR berst Skipulagsstofnun frá Landsvirkjun og niðurstaða Skipulagsstofnunar er varðar matsáætlunina lá fyrir mánuði síðar eða 16. ágúst.

Íslenska ákvæði Kyoto-bókunar mikilvægt stóriðjustefnu íslenskra yfirvalda
Upprifjun sögu íslenska ákvæðisins í mbl.is 10. nóvember 2001
Íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar:
"1997: Á síðustu stigum aðildarríkjaþings loftslagssamningsins í Kyoto í Japan var ákvæðið sett fram að frumkvæði sendinefndar Íslands.
1998: Útfærsla hófst á aðildarríkjaþinginu í Buenos Aires í Argentínu en ekki var reiknað með að ákvæðið yrði afgreitt.
1999: Tæknileg umræða hélt áfram á þingi loftslagssamningsins í Bonn í Þýskalandi og komst ákvæðið meira inn í pólitíska umræðu.
2000: Fór í gegnum vísinda- og tækninefnd loftslagsráðstefnunnar í Haag í Hollandi, þeirrar sjöttu í röðinni, og var tilbúið til lokaumfjöllunar á næsta ráðherrafundi samningsins ásamt 1.600 málum úr öðrum undirnefndum."

Lokaskrefið í samþykkt íslenska ákvæðisins var stigið rétt fyrir (10. nóv. 2001) umsnúning Sivjar á úrskurði Skipulagsstofnunar (frá 1. ágúst 2001) er varðar Kárahnjúkavirkjun (20. des. 2001).

27. ágúst 2000: Þá þegar voru skilaboðin skýr á Austurlandi... Afl fyrir Austurland að verki...

2. des. 2000:
Pistill Guðmundar Gunnarssonar, formanns og framkvæmdastjóra RSÍ (Rafiðnaðarsambands Íslands)

(síðan er í mótun; síðast breytt 30. júlí 2004)