Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun: mat á umhverfisáhrifum


Matsskylda framkvæmda

Jarðhitanýting á Reykjanesi
Breyting á jarðhitanýtingu á Reykjanesi, Reykjanesbæ, ekki háð mati á umhverfisáhrifum. (auglýst 25. feb. 2004 Mbl. bls. 34)

Sýnitími matsskýrslna og frestir til athugasemda
ALLIR hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir

Kísilgúrvinnsla úr Ytriflóa Mývants
Matsskýrsla Hönnunar (49 bls.) unnin fyrir Kísiliðjuna við Mývatn vegna kísilgúrvinnslu úr Ytriflóa Mývatns (framkvæmd auglýst í Mbl. 28. janúar 2004; frestur til athugasemda rann út 10. mars 2004)


Matsáætlanir

Hækkun stíflu ofan Laxárstöðva

Tillaga Hönnunar að matsáætlun (20 bls.) unnin fyrir Landsvirkjun (júní 2003): Hækkun stíflu og myndun inntakslóns ofan Laxárstöðva (Aðaldælahreppi)
"Landsvirkjun hefur ákveðið að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum án þess að kanna fyrst hvort um matsskylda framkvæmd sé að ræða" (bls. 5); sjá einnig stjórnarfrumvarp sem á að redda dæminu... ef lögin henta ekki þá er þeim bara breytt...

Rafskautaverksmiðja
Tillaga Hönnunar að matsáætlun (23 bls.) fyrir Köplu (HRV Engineering): rafskautaverksmiðja allt að 340.000 tonn á Katanesi í Hvalfirði (Hvalfjarðarstrandarhreppi). Ákvörðun Skipulagsstofnunar 22.12. 2003.


Úrskurðir Skipulagsstofnunar og kærufrestur til umhverfisráðherra

Hellisheiði
Matsskýrsluna vann VGK fyrir OR: Virkjun á Hellisheiði. Rafstöð allt að 120 MW og varmastöð allt að 400 MW; (framkvæmd auglýst í Mbl. 5. des. 2003; úrskurður auglýstur 25. feb. 2004; kærufrestur var til 26. mars). Fallist á framkvæmd með skilyrðum 18. febrúar 2004.

Bjarnaflagsvirkjun
Matsskýrsla Hönnunar unnin fyrir Landsvirkjun: Bjarnarflagsvirkjun 90 megavött og 132 kílóvött Bjarnarflagslína 1 í Skútustaðahreppi (framkvæmd auglýst í Mbl. 24. des. 2003; frestur til athugasemda rann út 4. febrúar 2004). Fallist á framkvæmd með skilyrðum 26. febrúar 2004.

Fullnaðarúrskurður umhverfisráðherra

VIRKJUN ÞJÓRSÁR VIÐ NÚP Skipulagsstofnun 19. ágúst 2003: Virkjun Þjórsár við Núp allt að 150 MW og breyting á Búrfellslínu 1. Fallist á framkvæmd með skilyrðum. 27. apríl 2004: Úrskurður Skipulagsstofnunar staðfestur með nýjum skilyrðum.

URRIÐAFOSSVIRKJUN Í ÞJÓRSÁ Skipulagsstofnun 19. ágúst 2003: Urriðafossvirkjun í Þjórsá allt að 150 MW og breyting á Búrfellslínu 2. 27. apríl 2004: Úrskurður Skipulagsstofnunar staðfestur með viðbótarskilyrðum.

(uppfært 19. júni 2004)