Norðurlandaráð/Norræna ráðherranefndin

Umhverfismál

1) Formennska Íslands 2004 undir yfirskriftinni: Auðlindir Norðurlanda og koma leiðarstefin þrjú nokkuð á óvart miðað við óvinsældir umhverfisumræðu á stjórnarheimilinu hér á landi: lýðræði, menning, náttúra

2) Náttúra: "Norðurlönd hafa þá sérstöðu að þar eru meiri víðerni ósnortinnar náttúru en víðast hvar í Evrópu. Þau eru mikil auðlegð sem augu manna hafa verið að opnast fyrir, enda jafnan ógerlegt eða mjög kostnaðarsamt að endurheimta náttúru sem hefur verið spillt..."

Íslendingar ætla að að boða til ráðstefnu um þessi mál á haustmánuðum 2004. Áhersla verður lögð á þátttöku frjálsra félagasamtaka til að tryggja lýðræðislega umræðu...

3) Lýðræði:"Ein helsta auðlind og aflvaki Norðurlanda er lýðræðishefðin. Leikreglur lýðræðisins skipta ekki minna máli en lýðræðið sem stjórnarform. Í þeim felst ákveðin aðferð til að rýna í úrlausnarefni af víðsýni og umburðarlyndi í því augnamiði að finna á þeim skynsamlega lausn sem horfir til almannaheilla."

4) Menning: "Íslendingar munu halda fram þeirri skoðun að nýta beri í miklu ríkara mæli þann styrk sem Norðurlönd búa yfir og felst í mannauði, sameiginlegum menningararfi og gildismati, svo og öflugu mennta-, vísinda- og nýsköpunarkerfi."

5) Áherslur og aðgerðir Íslendinga formennskuárið... Afar fróðleg lesning.

6) Ráðstefnur á formennskutímanum


Norræna ráðherranefndin 2003

Skýrsla lögð fram á Alþingi 12. febrúar 2004, umræða 16. mars 2004

(síðast uppfært 17. apríl 2004)