Fyrir Alþingi

132. löggjafarþing - 2005-2006 - sett laugardaginn 1. október 2005.

Verið vel á verði! Fylgist með umræðum í þinginu og mætið á palla ef svo ber undir!
(þingpallarnir rúma nákvæmlega 50 manns - þingvörður hefur teljara)

Bein útsending frá Alþingi Þingfundir hefjast á mánudögum kl. 15, þriðjudaga kl. 13.30, miðvikudaga kl. 13.30-16 (og 18-19), fimmtudaga kl. 10.30. Ef fundur er á föstudegi hefst hann oftast kl. 10.30. Fylgjast má með gangi mála á Alþingisvefnum

Til umhverfisnefndar er m.a. vísað málum er varða náttúruvernd, mengunarvarnir, skipulags- og byggingarmál, varnir gegn ofanflóðum og rannsóknir á sviði umhverfismála.

Umhverfisnefnd Alþingis
Umhverfismál eru send til umsagnaraðila og beðið um ábendingar. Þá er fjallað um þær í umhverfisnefndinni. Nefndin fær síðan til sín ýmsa gesti til að skerpa frekar á öllum atriðum málsins. Hin eiginlega meðferð mála á Alþingi fer fram í nefndum eftir 1. umræðu í þinginu. Það er hluti af hinni þinglegu meðferð og á að tryggja málefnalega umfjöllun.
Þegar málið kemur út úr nefnd og er lagt fram í þinginu til 2. umræðu - fara fram hin eiginlegu átök stjórnar og stjórnarandstöðu um málið. Að henni lokinni er málefnaleg atkvæðagreiðsla um það hverjir styðji málið. Síðan fer málið til 3. umræðu og lokaafgreiðslu.

Stjórnarfrumvarp um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum
25. nóvember 2004: Stjórnarfrumvarp um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum
1. umræða 2. og 3. desember 2004. 34 sögðu já, 9 greiddu ekki atkvæði og 20 voru fjarstaddir
Í iðnaðarnefnd frá 4. febrúar 2005
Þingmál frá frú Valgerði sem á eftir að valda hræðilegum spjöllum á náttúrunni ef það nær fram að ganga

Friðlandið í Þjórsárverum
25. október 2004:
Þingsárlyktunartillaga um friðlandið í Þjórsárverum
Flutningsmaður Katrín Fjeldsted (S)
"Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað þannig að friðlandsmörkin taki mið af náttúrufari og landslagi og því verði jafnframt lýst yfir að fallið sé frá öllum virkjanaáformum á svæðinu. Einnig verði sótt um að Þjórsárver komist á heimsminjaskrá UNESCO"
Tillagan hefur verið lögð fyrir Alþingi en ekki rædd

5. október 2004: Þingsályktunartillaga um stækkun friðlands Þjórsárvera (endurflutt; fyrst okt. 2003)
Flutningsmaður Kolbrún Halldórsdóttir (Vg)
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að mörkum friðlandsins í Þjórsárverum verði breytt og það stækkað þannig að sem mest af gróðurlendi svæðisins lendi innan friðlýsingarmarkanna. Einnig að áætlun verði gerð um friðun Þjórsár frá mörkum friðlandsins í Þjórsárverum til suðurs að Sultartangalóni
Tillagan hefur verið lögð fyrir Alþingi. Vísað til 2. umræðu og umhverfisnefndar 22. febrúar 2005

Verndartillaga: stækkun friðlands Þjórsárvera (pdf-skjal) frá Umhverfisstofnun

Friðlýsing Jökulsár á Fjöllum
6. október 2004: Þingsályktunartillaga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum (endurflutt; fyrst okt. 2003)
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. Friðlýsingin taki til alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum að Kreppu og öðrum þverám meðtöldum með náttúrlegum rennslisháttum, þar sem hvers kyns röskun og mannvirkjagerð er bönnuð. Sérstaklega verði hugað að því við undirbúning málsins hvernig friðlýsing Jökulsár á Fjöllum skuli tengjast núverandi þjóðgarði í Jökulsárgljúfrum og fyrirhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði og stofnun frekari þjóðgarða eða verndarsvæða norðan jökla."
Tillögunni var vísað til síðari umræðu 9. desember 2004 og jafnframt til umhverfisnefndar (18. febrúar 2005)


Óafgreitt eða ósvarað á Alþingi landsmanna

Árósasamningurinn
- um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum
Århuskonventionen - konventionen om borgernes miljørettigheder (Århus
17. október 1998)
The Aarhus Convention - Convention on Access to Information, Public Participation in Decision-Making and Access to Justice in Environmental Matters
Danir staðfestu Árósasamninginn 29. sept. 2000, Norðmenn 2. maí 2003, Finnar 1. sept. 2004 og Svíar 20. maí 2005. Af Norðurlöndunum hafa því allir staðfest Árósasamninginn nema Ísland
Þeir sem skrifuðu undir 1998 og þeir sem hafa síðan staðfest Árósasamninginn


6. apríl 2001:
Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Árósasamningsins
Umræður 23. og 24. apríl 2001.
Vísað til síðari umræðu með 36 atkv. og jafnframt til utanríkismálanefndar,
þar sem það hefur dagað uppi (síðan 11. maí 2001)

16. október 2003: Fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur til utanríkisráðherra um Árósasamninginn

Umræða 3. desember 2003

Þjórsárver
Fyrirspurn 30. mars 2004: Undirbúningur Norðlingaölduveitu

Lýðræði
18. febrúar 2004: Þingsálykunartillaga um milliliðalaust lýðræði
Vísað til síðari umræðu með 45 atkvæðum og jafnframt til allsherjarnefndar

Virkjunarframkvæmdir
9. október 2003: Þingályktunartillaga um erlendar starfsmannaleigur
Vísað til síðari umræðu í febrúar 2004 með 48 atkvæðum og jafnframt til félagsmálanefndar

Fyrirspurn 15. apríl 2004: Virkjun í Skjálfandafljóti

Þjóðgarðar og friðlýst svæði

Stjórnarfrumvarp lagt fram 16. apríl 2004:
Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess
Vísað til 2. umræðu með 43 atkvæðum og jafnframt til umhverfisnefndar

Náttúra landsins og náttúrufarskort
3. október 2003: Tillaga til þingsályktunar um öflun grunngagna um náttúru landsins og gerð náttúrufarskorta
Vísað til síðari umræðu með 39 atkv. og jafnframt til umhverfisnefndar

Lífverur á hafsbotni
3. október 2003: Tillaga til þingsályktunar um vernd og sjálfbæra nýtingu lífvera á hafsbotni
Vísað til síðari umræðu með 41 atkv. og jafnframt til umhverfisnefndar

Hjólreiðar
10. nóvember 2003:
Þingsályktunartillaga um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar
Vísað til síðari umræðu með 45 atkvæðum og jafnframt til samgöngunefndar

Herseta
12. febrúar 2004: Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á umhverfisáhrifum
af völdum erlendrar hersetu

Selir
Fyrirspurn 11. desember 2003: Selastofnar við Ísland

Fyrirspurn 9. mars 2004: Íslenski útselsstofninn


Þingmannamál
Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð á Alþingi: Um 60 þingmannamál enn óafgreidd
(Fréttablaðið 29. apríl 2004, bls. 16)

"Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við störf þingsins á Alþingi í vikunni eftir að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, lýsti því yfir á fundi þingflokksformanna að ákveðið væri að þingmenn fengju ekki að mæla fyrir þeim þingmannamálum, sem enn biðu þess að komast á dagskrá á Alþingi.
"Þingdagana til þingloka á greinilega að nýta til þess að afgreiða stjórnarmálin. Þetta berst okkur á sama degi og því er lýst yfir að þingið verði jafnvel starfandi fram í maílok, þar sem forsætisráðherra ætlar að setja lög um fjölmiðla," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, og taldi það óásættanlegt að ekkert samráð skyldi haft við stjórnarandstöðuna um þingið framundan.
"Alls bíða 56 þingmannamál umræðu, eða 23 frumvörp og 33 þingsályktanir. Ég krefst þess að forseti Alþingis endurskoði ákvörðunina og setjist yfir það með þingmönnum, hvernig halda skuli á málum," sagði Rannveig.
Halldór Blöndal sagðist ekki kannast við að hafa hafnað því að ákveðin þingmál yrðu sett á dagskrá og benti á að af 88 þingmannafrumvörpum hefði 55 verið vísað til nefndar, auk 114 þingmannatillagna.
"Ég tel ekki horfur á því að svigrúm verði til þess að mál þingmanna verði tekin til umræðu," sagði hann."

[á við 130. löggjafarþing 2003-2004]