Umhverfismatsferlið
tilkynning
tilkynna ber framkvæmd til Skipulagsstofnunar
matsskylda framkvæmdar
Skipulagsstofnun tekur ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar
drög að tillögu að matsáætlun
framkvæmdaraðili, eða verkfræðistofa er vinnur matsvinnuna fyrir hann, sendir drög að tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar, þar sem línurnar eru lagðar að rannsóknum áhrifa framkvæmda. Skipulagsstofnun tekur til athugunar og gerir athugasemdir, sem og stofnanir, félög og einstaklingar
tillaga að matsáætlun
síðan send tillaga að matsáætlun þar sem línurnar hafa verið skerptar í samræmi við framkomnar athugasemdir. enn er kallað eftir athugasemdum og ábendingum með auglýsingu og er öllum frjálst að gera athugasemdir. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um framhaldið
matsskýrsla
í skýrslunni er reynt að kanna með sem fyllstum hætti áhrif framkvæmda. Skýrslan er auglýst og kynnt með það fyrir augum að enn gefist öllum tækifæri á að benda á það sem ugg vekur varðandi fyrirhugaða framkvæmd sem og gæði og galla rannsókna og vinnslu niðurstaðna þeirra, s.s. viljandi eða óviljandi gloppum
úrskurður Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun kveður þá upp úrskurð að vel athuguðu máli
fullnaðarúrskurður umhverfisráðherra
þá tekur pólitíkin við: umhverfisráðherra staðfestir úrskurð Skipulagsstofnunar eða ekki
Ný umhverfismatslög taka gildi 1. október 2005 og hafa þau umtalsverð áhrif á allt ferlið
HaSt