Áhættur Kárahnjúkavirkjunar
Úr úrskurði umhverfisráðherra frá 20. des. 2001

Áhættur
Fyrirhuguð stíflumannvirki við Hálslón verða reist á jarðfræðilega ungu svæði í jaðri eystra gosbeltisins sem liggur þvert yfir Ísland ...

Skammt er til virkra eldfjalla og Eyjabakka- og Brúarjökull ganga fram úr norðanverðum Vatnajökli með reglulegu millibili. Mannvirkjum, einkum stíflum, getur stafað hætta af náttúruhamförum, s.s. vegna jarðskjálfta, eldgosa, nálægðar við jökla eða af mannavöldum, t.d. vegna skemmdarverka eða mistaka við hönnun og framkvæmd.

Verði stíflurof í Kárahnjúkastíflu, Desjarárstíflu eða Sauðárdalsstíflu, mun flóðbylgja berast niður farveg Jökulsár á Dal sem getur valdið tjóni á mannvirkjum sem fólki getur stafað hætta af. Slíkur atburður myndi skerða raforkuframleiðslu virkjunarinnar um 70% og hefði langvarandi efnahagsleg áhrif ...

Gagnvart öryggi fólks skiptir miklu máli að viðvörunartími sé meiri en 90 mínútur ef til stíflurofs kemur. Ráðuneytið telur að í öllum tilvikum muni það nást miðað við þann viðbúnað sem er fyrirhugaður af hálfu framkvæmdaraðila.

Afleiðingar stíflurofs og þá sérstaklega stíflurofs við Hálslón yrðu gríðarlegar og langan tíma tæki að lagfæra þær og endurgera mannvirki eftir slíkan atburð, auk þess sem það yrði kostnaðarsamt. Hættan á að slíkt gerist er raunveruleg enda þótt líkindi þess sé lítil.

Framhlaup Brúarjökuls
Brúarjökull er skriðjökull sem gengur norður úr Vatnajökli. Jökullinn hleypur með nokkuð reglulegu millibili, síðast hljóp hann árið 1964. Fyrirhugað Hálslón verður í hæstu vatnsstöðu 625 m hæð yfir sjávarmáli og mun suðurendi lónsins ná 4 km inn undir Brúarjökul eins og hann er í dag. Brúarjökull er nú á undanhaldi en talið er að hann muni hlaupa á næstu 20-30 árum og geti þá náð 6-8 km inn í suðurenda Hálslóns.

(útdrætti úr úrskurði umhverfisráðherra frá 20. des. 2001 má finna í
Sivjarspjöll)

Spurt en ekki svarað: Áhættuþættir 14.02. 2002 / Opið bréf 11.03. 2003 / Eldrisinn 22.06. 2003 / Fréttatilkynning 10.08. 2004

HaSt