Á vaktinni
- pistlar og fréttaskýringar
Skatastaðavirkjun líka
"Hitti á dögunum ungan Skagfirðing á förnum vegi. Við tókum tal saman um lífið og tilveruna, staðinn, stundina, heimahagana og talið barst óhjákvæmilega að Vötnunum. Hvaða Skagfirðing hittir þú yfirleitt, á heimaslóð eða fjarri heimkynnum, sem ekki talar um Vötnin. Hvernig er veiðin? Er lágt eða hátt í? Eru vötnin komin á, eru þau komin af? Hvernig er liturinn? Syngur hátt í þeim í dag?
Vötnin eru Skagafjörður.
-En ef þeir fíflast til að stífla, hvað verður þá um Eylendið? sagði ungi maðurinn og fannst hann komast vel að orði. Mér fannst það líka og varð hugsi, ef þeir fíflast til að stífla. Hvað gerist þá?
Samkvæmt okkar lagabálkum ber að láta fara fram umhverfismat um þýðingu þess að spilla náttúrunni? Við vitum þess nýleg dæmi að einn ráðherra getur umsnúið mati umhverfisstofnunar sér í hag. Og það er ekki endilega hagur náttúrunnar eða umhverfisins. Ekki endilega.
En friðun Austara-eylendisins í Skagafirði er á borði umhverfisráðherra. Friðun þýðir væntanlega að ekki er hægt að fara í stórvirkjanir á svæðinu. Ekki er hægt að friða með annarri hendi og spilla með hinni. Friðun merkir ekki takmörkun á eignarrétti heldur, að ekki má lengur eyðileggja, í þessu tilfelli votlendið meðfram Héraðsvötnum og lífríkið sem þar dafnar. Ekki má taka þá áhættu að ósasvæðunum verði stefnt í voða og þar með lífríki sjávar á Skagafirðinum. Friðun er í mínum huga þetta. Það má sem sagt ekki eyðileggja Vötnin."
Anna Dóra Antonsdóttir
Sjá pistil í heild
Nýir pistlar
Er þetta satt (15. september 2004)
Áhættur Kárahnjúkavirkjunar (15. september 2004)
Eldri pistlar
Ágrip af kröfugerð Landsvirkjunar í máli um þjóðlendumörk í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu
Fjölmiðlar og valdið
Kárahnjúkavirkjun. Mat á umhverfisáhrifum - ferlið
Kárahnjúkavirkjun. Umfjöllun Morgunblaðsins 20. desember 2001 til 8. apríl 2002
Kárahnjúkavirkjum. Umfjöllun Kastljóss ríkissjónvarps 20. desember 2001 til 8. apríl 2002
Lagasmuguaðförin að náttúrunni
Sex stíflur að Kárahnjúkum
Sivjarspjöll. Úrskurður umhverfisráðherra frá 20. desember 2001 - uppfært í mars 2004
Snæfellsöræfi: Vesturöræfi - Snæfell - Eyjabakkar
Umhverfismatsferlið
Umhverfisorð
Villinganesvirkjun/Skatastaðavirkjun